Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 32

Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 32
32 Átt&vísun. og víst er um það, að vasinn er honum jafnan viðkvæmastr. Það er þvi skiljanlegt, að hann finni glögt til þess, bver geigr honum stendr af Þjóð- verjum sem keppinautum í verzlun, og er tíðrætt um það árlega í tima- ritum Engla, hve viðsjáll voði hér sé á ferðum. Iðnaðr og verzlun er að- alatvinna Engla; sé þetta dregið úr höndum þeim, þá er sem skorið sé á lífæð þjöðarinnar, svo henni mundi blæða til ólífis. En „frekr er hver til fjörsins", og því er ekki kyn þótt Englar beri þungan hug til Þjóðverja og reyni að leggja þeim hvern stein í götu, sem þeir geta. Það er ekki nema sjálfsvörn. Enda er það nú margra raanna mál, að Englar mundu ekki gera sér langan krók úr leið til að forðast friðslit við Þjóðverjn, ef svo bæri undir. Sumir bera það enda uppi í sér, að fátt eða ekkert mnndi Englum jafn-kærkomið sem að fá einhverja sennilega átyllu til að lenda í styrjöld við Þjóðverja, helzt suðr í Afríku eða annarstaðar á útjöðrum veraldar, þar sem meir reynir á herflota en Iandher. Það er nefnilega á- lit sumra, að eini öruggi vegrinn til að buga samkepni Þjóðverja, að minsta kosti um stund, væri að lama þá rœkilega í ófriði, svo að þeir ættu lengi um sárt að binda. En hafi Englar illan bifr á Þjóðverjum, þá má með enn meiri sanui segja, að Þjóðverjar hata Engla. Yið Frakka er þeim í rauninni ekki nándar nærri svo illa, enda eiga þeir ekki þeim að mœta í daglegri at- vinnubaráttu. Er einatt orð á því gert in síðari ár, hve mjög óvild til Frakka sé í rénun meðal Þjóðverja. Hitt mun satt vera, og hefir þótt mega merki til sjá nýlega, að Þjóðverjar muni fátt til spara, að koma sér í vingan við Rússa og sýna þeim fram á, að þeim sé meiri akkr í banda- lagi við sig en við Frakka. En það mun miðr koma af óvild til Frakka eða ótta við þá, en af þvi, að Þjóðverjar finna, að þeir og Rússar eiga þar sameiginlegan fjanda, sem England er. Þegar þetta, sem hér hefir talið verið, er í huga haft, þá verpr það nýju skilnings-ljósi á afstöðu beggja, Engla og Þjóðverja, gagnvart Búum í Transvaal, og fleira það er í Afríku gerist og í hönd fer. Vonum vér að þetta lýsi nokkuð drögin til sumra þeirra viðburða, er nú skal frá segja, og víkjum vér þá að því, að segja frá inum helztu tíðindum, er gerzt hafa í hverju landi, og svo þeim merkisviðburðum árs- ins nokkrum, er betr þykir fallið að telja með almennum heims-tíðindum, en að flokka þá undir sérstök lönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.