Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 43
Venezúela-þfittr.
43
Um vorið gerðist uppreisn i landi Löggilta félagsins (Matabela-landi);
vóru það blámenn, er> hana hófu gegn hvítum mönnum. Þá buðu Búar
Englum hjálp sína.
Því hefir svo ítarlega verið frá þessum viðburðum öllum skýrt, að af
sömu rótum munu án efa áðr langt líðr Ieiða stœrri tíðindi. Alt vorið og
sumarið héldu Búar áfram að draga að sér fallbyssur, byssur og skotfœri,
og það svo að hundruðam lesta nam.
Venezúela-þáttr. — Þcss er minzt í síðasta „Skírni“, að í árslok
1895 stóðu deilur harðar milli Bandaríkja Norðr-Ameríku og Englands út
af landaþrætumáli Englendinga og þjóðveldisins Venezúela í Suðr-Ameríku.
Upphaflega vóru Spánn og Portúgal einu Norðrálfuríkin, sem áttu ný-
lendur í Suðr Ameríku, og með því að bæði þau ríki voru rammkaþólsk,
þá var páfinn í Bóm fyrr á öldum fenginn til að vera gerðarmaðr þeirra
á milli um landamœri. Skifti hann landinu milli þeirra. Löngu síðar
brutust smám saman öll þau lönd, er Spáni lutu, undan hans yfirráðum
og gerðust sjálístœð þjóðriki. Eitt af þeitn var Venezúela. Englar eign-
uðust land í Suðr-Ameríku, það er Guiana (g’æána) nefnist. Þeir létu
það á dögum Karls II. í landaskiftum til Hollendinga, og fengu fyrir hol-
lenzka nýlendu í Norðr-Ameríku, þfi er New Netherland nefndist. Það er
nú New York ríki. Höfuðborgin þar var New Amsterdam; það er nú
New York bœr. 1 lok 18. aldar lögðu Englar undir sig fiestar nýlendur
Hollendinga í Suðr-Ameríku, og 1814 létu Hollendingar aftr af hendi með
samningi land það, er þeir höfðu áðr fengið af Bretuin í landaskiftum,
Brezku Guiana. Milli þess sem bygt var af Venezúela og þess sem bygt
var af Brezku Guiana, lá afarmikið landflæmi óbygt, upphaflega alt frá
Esseguibo-fljóti til Orinoeo-fijóts. Vcnezúela menn þóttust þó eiga land
alt suðr að Essequíbð-fljóti, og sögðu, að svo hefði Spánverjar átt eftir
úrskurði páfa. Hins vegar segja Englar nú, að sér beri að réttu laud alt
norðr að Orinoco. Þó krefja þeir eigi lands svo langt norður. Hvorir
réttara hafi í þrætu þessari, er eigi auðvitað mál, og skal hér eigi dóm á
leggja. En geta má þess, að hverjum manni, sem vill taka sér í hönd
ensk landabréf frá ýmsum tímum frá því á fyrsta hlut þessarar aldar og
fram á þennan dag, og bera þau saman, mun eigi geta dulizt það, sem
mjög er einkennilegt, að á elztu landabréfum Breta, og það enda þeim,
sem út eru gefin af stjórninni sjálfri, er Guiana mjög lítil í fyrstu, en fer
alt af sívaxandi á landabréfunum eftir því sem timar líða fram, án þess