Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 49
Þáttr af Friðþjófi frœkna.
49
við norðrntrönd Síberíu austanvert. Áleit. hann því, að ef menngætigert
skip nógu rammlegt, þá mætti takast að haida því norðr i ísa frá austan-
verðri norðrströnd Asíu, og hlyti þá straumarnir að bera það vestr um
heimskautshaf og til Grœnlands. Lét hann gera sér ákaflega rammgort
skip, er hann nefndi „Fram“. Það var að ýmsu nokkuð frábrugðið öðrum
skipum í lögun; einkum að því leyti, að botninn var eigi svo flatr sem
vant er að vera, heidr risbrattr nokkuð þegar frá kili, og eins vóru skips-
hliðarnar frábrugðnar venjulegri lögun, eigi lóðréttar upp og niðr, eins og
gerist, heldr talsvert útfláar. Var þetta í því skyni gert, að þá er ísinn
tœki að „skrúfa" skipið, sem kaliað er, þ. e. a. s. að þrýsta af heljarafli
að hiiðum þess, þá skyldi hann okki þrýsta því saman og mola það þann-
ig sundr, eins og jafnan hefir viljað raun á verða, er skip hafa lent í ís-
þröng, keldr Bkyldi þrýstingin hofja Bkipið upp, með því nð ísiun yrði að
lyftiafli undir skáhöllum skipshliðunum. Fœri þá ísinn undir skipið og
bæri það á brjóstum sér, í stað þess að kreysta það í sundr í faðmlögum
sínum. Svo var skipið þéttbent, að eigi vóru nema 1 og l’/s þumlungr
milli ranga, en bilið milli þeirra fylt harðri stoypu úr stálbiki og sagi,
svo að skipið skyldi saman loða og sjófœrt vera í rúmsjó, þð að af skœfi
byrðing alla frá hliðum. En þreföld byrðing var á röngum utan, og þó
úr seigum harðviði, þeim er bezt&n gat; svo byrðing innan á röngum aftr;
alls var skipshliðin aliu og kvartil á þykt. Skipið var eimskip með skrúfu-
afli, og mátti taka frá bæði skrúfuna og stýrið, er í ís kœmi, til að verja
það broti, og setja fyrir aftr, er í rúmsjó kœmi. Þó var skipið jafn'ramt
seglskip, svo að sigla mætti eingöngu og spara svo koi, þá er byr væri
á. Eitt af meinum allra norðrfaraskipa áðr hafði verið það, að eigi var
unt að verja híbýla-lyptiugar stórkostlegum raka, þá er skipin vóru föst
orðin í ís. Nansen lét búa svo um, að séð væri við þessu, og allr var
útbúnaðrinn í stuttu máli moð þeirri snild og fyrirhyggju, að engin vóru
dœmi til.
Allir heimskautefarar til þessa höfðu annað hvort keypt eða fengið léð
af landsstjórn fullger skip, og búið þau svo út oftir föngum. Nansen
hafði kynt sér rœkilega reynslu annara eldri norðrfara og séð, hvað helzt
hafði reynzt að, og við hverju einkum þyrfti að sjá. Lét hann því smíða
„Fram“ eingöngu til þessarar farar og laga það að öllu eftir hugmyndum
þeim er hann gerði sér um, hversu slíkt skip ætti að vera.
Það þóttist Nansen vita af athugunum sínum, að þrjú ár mundi það
taka strauminn, að bera rekald þannig þvert um heimskautshaf. Sagði
4
Sklrnlr 1896.