Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 3
Jarðskjálptarnir.
3
brtina sjálfa. — Ákveðið var að meta allt tjón, er af landskjálptunum staf-
aði og þykja líkindi til, að það verði alls a báðum sýslunum, Árnes- og
Rangárvalla nær því 300,000 kr.
Svo sem titt er við landskjálpta, varð mikil breyting á hverum og
■ laugum, einkum um það tímabil, er á mestu landskjálptunum stóð (26.
ágúst til 10. sept.). Laugar hjá Grafarbakka í Hrunamannahreppi gusu
nokkur fet í lopt upp þegar eptir fyrsta landskjálptann og þangað til í
kippnum 10. sept. Þá komu þær aptur í samt lag og áður. Reykholts-
laug hjá Felli i Biskupstungum breyttist í hver, er gaus á hverri klukku-
stund. Á Reykjum á Skeiðum magnaðÍBt hiti í hver, og nýjar uppsprett-
ur heitar komu upp þar í grennd, en svo hvarf allt saman með öllu í
laugardagslandskjálptanum 5. sept. Við síðasta kippinn kom hinn forni
hver þar fram aptur. í sunnudagslandskjálptanum kom upp alÍBtór nýr
hver í Hveragerði í Ölfusi; sprakk þar móbergs-klöpp er hverinn mynd-
aðist. Hver þessi gaus allhátt fyrst, en smáspektist þegar frá leið. Sti
breyting varð á hinum frægu hverurn í Haukadal í síðari skjálptunum,
einkum 10. sept., að Strokkur fylltist á barma, en gaus ekki, enda varð
þá vatn í honum hvergi nærri sjóðheitt, en Geysir tók að gjósa opt á dag
> og yfirleitt bar meira en áður á hverum þar í grennd. 1 Reykholtsdal
í Borgarfirði varð einnig nokkur breyting á hverum um sömu mundir;
er þess getið um Vellendishver í Reykjadalsá, að hann gaus miklu hærra
eptir en áður.
Þegar er tíðindin um fyrstu landskjálptana 26.—27. ágúst spurðust
til Reykjavíkur, hófust þar samskot til hjálpar þeim, er fyrir tjóninu höfðu
orðið, og myndaðist þar 5 manna nefnd, er stóð fyrir samskotunum (J.
Havsteen amtmaður, Björn Jónsson ritstjóri, Jón Helgason prestaskóla-
kennari, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og Björn M. Ólsen skólameist-
ari). Sendu þeir út áskoruu og skoruðu á hjerlenda menn að bregðast vol
við nauðsyn manna á landskjálptasvæðinu; hafði þetta mikinn árangur,
og urðu samskotin hjer á landi meiri og almennari en dæmi munu vera
til hjer (um 25,000 kr.). Þegar er tíðindin spurðust til útlanda, hófust
► þar og samskot. Á Bretlandi gekkst Jón kaupmaður Vídalín fyrir þeim
(yiir 12 þús. kr.), og í Vesturheimi meðal íslendinga þar Sigtryggur Jón-
asson ritstjóri Lögbergs (um 4V2 þÚB. kr.). Almennust urðu samskotin í
Danmörku, stóð þar 20 manna nefnd fyrir þeim og stofnaði til þeirra ept-
ir áskorun konungs og drottningar. Gáfust þar rúmar 100 þúsund kr.
Mikið fje gafst og í Sviþjóð og Noregi. — Þeir er fyrir samskotunum
1*
4