Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1896, Síða 3

Skírnir - 01.01.1896, Síða 3
Jarðskjálptarnir. 3 brtina sjálfa. — Ákveðið var að meta allt tjón, er af landskjálptunum staf- aði og þykja líkindi til, að það verði alls a báðum sýslunum, Árnes- og Rangárvalla nær því 300,000 kr. Svo sem titt er við landskjálpta, varð mikil breyting á hverum og ■ laugum, einkum um það tímabil, er á mestu landskjálptunum stóð (26. ágúst til 10. sept.). Laugar hjá Grafarbakka í Hrunamannahreppi gusu nokkur fet í lopt upp þegar eptir fyrsta landskjálptann og þangað til í kippnum 10. sept. Þá komu þær aptur í samt lag og áður. Reykholts- laug hjá Felli i Biskupstungum breyttist í hver, er gaus á hverri klukku- stund. Á Reykjum á Skeiðum magnaðÍBt hiti í hver, og nýjar uppsprett- ur heitar komu upp þar í grennd, en svo hvarf allt saman með öllu í laugardagslandskjálptanum 5. sept. Við síðasta kippinn kom hinn forni hver þar fram aptur. í sunnudagslandskjálptanum kom upp alÍBtór nýr hver í Hveragerði í Ölfusi; sprakk þar móbergs-klöpp er hverinn mynd- aðist. Hver þessi gaus allhátt fyrst, en smáspektist þegar frá leið. Sti breyting varð á hinum frægu hverurn í Haukadal í síðari skjálptunum, einkum 10. sept., að Strokkur fylltist á barma, en gaus ekki, enda varð þá vatn í honum hvergi nærri sjóðheitt, en Geysir tók að gjósa opt á dag > og yfirleitt bar meira en áður á hverum þar í grennd. 1 Reykholtsdal í Borgarfirði varð einnig nokkur breyting á hverum um sömu mundir; er þess getið um Vellendishver í Reykjadalsá, að hann gaus miklu hærra eptir en áður. Þegar er tíðindin um fyrstu landskjálptana 26.—27. ágúst spurðust til Reykjavíkur, hófust þar samskot til hjálpar þeim, er fyrir tjóninu höfðu orðið, og myndaðist þar 5 manna nefnd, er stóð fyrir samskotunum (J. Havsteen amtmaður, Björn Jónsson ritstjóri, Jón Helgason prestaskóla- kennari, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og Björn M. Ólsen skólameist- ari). Sendu þeir út áskoruu og skoruðu á hjerlenda menn að bregðast vol við nauðsyn manna á landskjálptasvæðinu; hafði þetta mikinn árangur, og urðu samskotin hjer á landi meiri og almennari en dæmi munu vera til hjer (um 25,000 kr.). Þegar er tíðindin spurðust til útlanda, hófust ► þar og samskot. Á Bretlandi gekkst Jón kaupmaður Vídalín fyrir þeim (yiir 12 þús. kr.), og í Vesturheimi meðal íslendinga þar Sigtryggur Jón- asson ritstjóri Lögbergs (um 4V2 þÚB. kr.). Almennust urðu samskotin í Danmörku, stóð þar 20 manna nefnd fyrir þeim og stofnaði til þeirra ept- ir áskorun konungs og drottningar. Gáfust þar rúmar 100 þúsund kr. Mikið fje gafst og í Sviþjóð og Noregi. — Þeir er fyrir samskotunum 1* 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.