Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 23
Misferli og mannalftt.
23
Eyjafjarðar. E>ar fyrirskipaði læknir Eyfirðinga, Guðm. Hanneseon, sðtt-
varnir og því náði veikin þar miklu minni útbreiðslu en ella mundi.
Hjer skal getið nokkurra merkismanna, er ljetust þetta ár. Jón
Pjetursson, fyrv. háyfirdómari R. af dbr. og dbrm., andaðist í Reykjavík
16. jan. 84 ára gainall (f. á. Víðivöllum í Skagafirði 16. jan. 1812). For-
eldrar hans voru Pjetnr prófastur Pjetursson og siðari kona hans Þóra
Brynjólfsdðttir, Halldðrssonar biskups á Hólum. Hann útskrifaðist frá
Bessastaðaskóla 1834, tók embættispróf í lögfræði við háskólann 1841, og
þóttu þá fáir íslenzkir menntamenn mannvænlegri eða líklegri til giptu
en þeir Víðivallabræður, J. P., Pjetur biskup og Brynjóifur Btjórnardeildar-
forstöðumaður. Jón Pjetursson var settur sýslumaður í Eyjafirði 1843,
fjekk Strandasýslu 1844, Borgarfj irðarsýslu 1847 og Mýrasýslu 1848. Ár-
ið 1850 varð hann dómari i landsyfirrjettinum, en háyfirdómari 1877.
Lausn frá embætti fjokk hann 1889. Hann sat á alþingi 1855 og var þá
þjóðkjörinn þinginaður, en konungkjörinn þingraaður var hann frá 1859
til 1886. Fyrri kona hans var Jóhanna Soffía Bogadóttir (frá Staðar-
felli), en hin síðari Sigþrúður Friðriksdóttir (prests í Skarðsþingum). Börn
hans, 10, eru öll á lífi, sjera Pjetur á Kálfafellsstað, sjera Brynjólfur á
Ólafsvöllum, Jarðþrúður kona Hannesar ritstj. Þorsteinssonar, Jóhanna
kona Zófoníasar prófasts í Viðvik, Arndís kona Guðm. læknis Guðmunds-
sonar, Þóra kona Jóns landritara Hagnússonar, Friðrik cand theol., Sturla
kaupmaður í Reykjavik, Sigríður kona sjera Geirs Sæmundssonar og Elin-
borg ógipt. Jón háyfirdómari var hógvært prúðmenni og vinsæli, laga-
maður djúpsær, þjóðhollur og þjóðrækinn. Af ritverkum hans kveður mest
að Kirkjurjettinum og Tímariti, cr hann hjelt úti nokkur ár; þar ritaði
hann meðal annars ýmislegt um ættvísi, enda var hann manna ættfróð-
astur og mætavel að sér í sögu þessa lands. — Ólafur Sigvaldason (prests
Snæbjörnssonar og Gróu Björnsdóttur) læknir að Bæ í Króksfirði andaðist
16. maí (f. í Grímstungu í Vatnsdal 25. nóv. 1836). Hann varð stúdent frá
Reykjavíkui'skóla 1857, fór síðan utan og varð lauteuant í landher Dana,
tók síðan læknispróf í Reykjavík 1869, var fyrst settur læknir í Árnes-
sýslu, en vorið 1870 í Strandasýslu, fjekk veitingn fyrir 7. læknishjeraði
1876. Lausn frá embætti fjekk hann nokkru áður en hann dó. Kona
hans var Elisabet Jónsdóttir, (prófasts í Steinsnesi Jónssonar). Hann var
ljúfmenni og snyrtimaður, og einkarvel látinn af hjeraðsbúum BÍnum og
öðrum, er hann þekktu. — Dr. Orímur Thomsen (Þorgrímsson gullsmiðs
Tómassonar og Ingibjargar Jónsdóttur) andaðist á Bessastöðum 27. nóv.