Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 26
26
MÍBferli og mannalát.
var þjóðhagasmiður og menntavinur. — Halldór Jónsson bóndi í Þormóðs-
dal andaðist 23. febr. á sextugsaldri. Hann hafði verið nær því i 30 ár
hreppstjóri í Mosfellssveit og var maður ráðsettur og vel látinn. — Helgi
Þórarinsson (prófasts Kristjánssonar) bóndi í Ranðanesi í Borgarhreppi,
andaðist 10. apríl (f. 26. júní 1845). Hann var kvæntur Jórunni Jóns-
dóttur yfirsetukonu. Hann var í fremstu bændaröð og mjög vel látinn.
— Signrður Jómson (bónda Sigurðssonar á Gautlöndum) kaupmaður á
Yestdalseyri andaðist 17. maí, um fimmtugt. Hann átti fyrst Sigríði
Hallgrímsdóttur og síðar Hildi Þorláksdóttur (prests á Skútustöðum).
Hann var höfðinglegur sýnnm og höfðingi í lund, og drengur hinn besti,
enda var hann vel látinn. — Eggert Halldórsson (prófasts Ámundasonar)
andaðist á Titlingastöðum í Víðidal 18. maí (f. 5. des. 1821). Kona hans
var Bagnheiður Jónsdóttir (Árnasonar á Leirá). Hanu var smiður góður,
vandaður maður og einstakt prúðmenni. — Jakob Sveinsson (bónda Guð-
mundssonar á Ægissíðu og Ingibjargar Þorsteinsdóttur) timburmeistari,
andaðist í Reykjavik 9. ágúat (f. 31. marz 1831). Hann var gáfaður
maður og vel að sjer, einkur reglusamur og völundur að hagleik. — Owð-
mundur Jónsson (bónda Þórarinseonar á Lóni og Guðrúnar Ásmundsdótt-
ur) bóndi á Grjótnesi í Presthólahreppi andaðist 11. febr. (f. 24. mai 1838).
Hann var búhöldur góður, hjálpfús og trygglyndur. — Guðmundur Jðns-
son, bóndi að Mörk i Laxárdal í Húnavatossýslu, andaðist 2. des. (f. 1.
nóv. 1824). Hann þótti fyrirmyndarbóndi bæði í meðferð ábýlisjarða sinna
og öðrum búnaðargreinum.
Landar vorir fyrir vestan haf. Bins og nokkur síðustu árin að
undanförnu voru vesturfarir hjeðan af landi mjög litlar þetta ár. Nokkr-
ir íslendingar komu að vestan, sumir snöggva ferð, en aðrir alkomnir, og
fýstu þeir Ianda sína lítt til vesturfara að sinni, ljetu þó vel af högum
íslendinga þar í álfu, en hins vegar eru hin bestu lönd í byggðum ís-
lendinga þar numin, en atvinnubrestur í borgum og bæjum tíður, ekki
sízt fyrir þá, er nýkomnir eru og ókunnugir. Einn vesturfaraagent kom
um haustið hjer við iand, W. H. Pauleon frá Winnipeg, og hafði hjer
vetrarsetu.
Þetta ár varð islenskur maður, Sigtryggur Jónasson, ritstj. Lögbergs
þinginaður á Mauitobaþinginu, og þótti það vegur fyrir landa vora þar
vestra, er einn úr þeirra flokki hlaut slíkan sóma. Annars er íslending-
um í Vesturálfu borin vel sagan af þarlendum mönnum. Er þess sjer-