Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 61
Tyrkland.
61
Tyrkland. Illræðisverkum í Armeníu hélt, fram mest alt þetta ár
af og til, og gerðu ntórveldin ekkert til að etilla þann ófögnuð; því að tóm
orð gera Tyrkjanum litinn geig, þegar sverðið er ekki jafnframt á lofti
til áherzlu.
Á Krít hðfst uppreisn um vorið og stóð til ársloka, og mælt að
Grikkir í Grikklandi réri undir landa síaa á eynni. Dróg þar síðar til
meiri tíðinda, er sagt mun verða frá í næsta „Skirni".
Grikkland. í April-mánuði héldu Grikkir minning þess, að þá vóru
liðin 75 ár frá því er frelsisstríð þeirra hófst, það er til þess leiddi að
að leysa þá undan Tyrkjum. Tóku Grikkir nú upp Ólymps-leika, er niðri
hafa legið siðan í fornöld, og buðu allra þjóða mönnum til sín að þroyta
íþróttir og aflraunir. Leikarnir vóru þó ekki nú haldnir í Olympíu, heldr
í Aþenuborg. Af hæstu sigrlaunum hlutu grískir menu 8, og Ameríku-
menn 8. Danskr maðr hlaut hæst verðlaun fyrir aflrauu.
Canada. Þar er þeirra tíðinda helzt að geta, að flokkr íhaldsmanna,
sem um langan aldr hafði þar haft stjórnvöldin í höndum í sambandsmál-
um og farið illa með, og æ því verr er lengr leið á, varð að gefa upp
völdin í hendr framsóknarflokknum. Olli þvi að mestu leyti skólamál
Manitóba-fylkis, sem hér er, því miðr, ekki rúm til frá að skýra. Sá heitir
Wilfred Laurier, sem tók við stjórnarforustu, kaþólskr maðr og franskr
að kyni, vitr maðr og vandaðr. Hann er andvígr hátolla-stefnu, og hafði
hann og flokksmenn hans heitið miklu um umbœtr í því efni, ef þeir
kœmust að völdum. Eigi mundi það kunnuga kynja, þótt minna kynni
þykja úr verða þeim efndum, heldr en loforð stóðu til; en varlega mundi
gerandi að dœma Laurier og flokk hans hart fyrir það, því að íhaldsmenn,
sem áðr sátu við völdin svo langa tíð, höfðu sökt landinu í stórskuldir og
bundið því ýmsar þungar útgialdabyrðar á herðar, svo að það er hœgra
um að tala, on framkvæma, að létta tollbyrði Canada að stórmunum fyrsta
svipinn, ef landssjóðr á ekki að lenda í fjárþrotum.
Bandaríkin í Norðr-Ameríku. Þar fór fram forsetakosning þetta
ár, og var svo snarplega sótt, að eigi mun annað sinn hafa harðara verið
fram gengið við kosningar.
Það er segin saga í Bandaríkjunum, að þegar illa lætr í ári að mun,
ganga kosningar jafnan erfitt þeim flokki, sem að völdum sitr, og mátti