Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 48
48
Þáttr af Friðþjófi frœkna.
hugmyndin um lögbundin og akipuleg dómsúrslit þjóða milli í stað dýrs-
legra styrjalda. Er það gleðilegt tákn um árangr af starfsemi friðarvina.
En í því starfi gengr Noregr þjóða fremst í heirni og er ið eina þjóðríki
enn, sem veitir almennan árlegan styrk af landsfé til eflingar starfsemi
friðarvina. Yar það því vel fallið, að konungi þeirra var falið að nefna
oddamann í gerðardóminn, ef á þyrfti að halda. Hitt kann mörgum kyn-
legt að þykja, að efri málstofa Bandaþingsins skyldi ekki þegar staðfesta
samuinginn að sínu leyti. En til þess munu verið hafa ýmsar orsakir,
og engin frægileg til frásagnar: sú þó án efa ríkust, að Cleveland for-
seti og Olney utanrikis ráðgjafi hans höfðu komið samnínguum á, en í
efri málstofu sat meiri hluti þingmanna af fjandmanna flokki Clevelands,
og mun þeim hafa þótt það of mikill heiðr fyrir h»nn, að koma samningi
þessum á. Hans er og verðr þó verkið, þótt eftirmanni hans auðnist ef til
vill að fá að skrifa nafn sitt undir hann.
Þáttr af „Friðþjófi frcekna“. — Gamlir Skírnis-lesendr munu kann-
ast við Norðmann þann er Fridtjof Nansen er nefndr. Friðþjófr þessi er
náttúrufrœðingr og auk þess einn inn frœknasti maðr til iþrótta allra,
einkum er hann skíðamaðr frábær. Hann er rammr að afli, hár vexti og
heilsuhraustr. Hanu gekk á skíðum yfir (frœnlandsjökla frá austri til
vestrs 1888 milli 64. og 65. mælistigs, og hefir það enginn maðr ieikið
hvorki fyrr né síðan. Á þeirri ferð kom Friðþjófr hingað til Keykjavikr
og fór með strandferðaskipi héðan til ísafjarðar. Skráði síðan skýrslur og
og ritgerðir um vísindalegan árangr rannsókua sinna, og reit auk þess
tvær bœkr alþýðlegar um ferðina; heitir önnur „Skíðaferð yfir þvert Grœn-
land“ („Paa Ski over Orönland“), en hin „Lifnaðarhættir Skrælingja11
(,,Eskimoliv“).
Síðar tók Friðþjófr Nansen að hyggja á ferð til norðrheimskauts, til
að kanna ókend svæði á hnetti vorum og komast að rauu um, hversu þar
hagaði til, hvort þar væri sjór eðr land, hvort sjór væri þar sífrosinn,
hvort dýralíf væri þar nokkurt eðr gróðrarlíf á landi eðr í sjó, um segul-
magn jarðar og ótal margt fleira. Hann hafði hugað útbúnað allan til
fararinnar og ferðalagið alt með alt öðrum hætti, en nokkur maðr hafði
fyrri látið sér til hugar koma. Hann þóttist geta dregið það af ýmsum
rökum, að hafstraumar lægi frá norðrströnd Asíu (nálægt Bærings-sundi)
og yfir heimskautið til austrstrandar Grœnlands. Meðal annars hafði við
Groenlandsstrendr fundizt rekald af norðfaraskipinu „Jeanette“, sem fórst