Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 24
24
Misferli og mannalát.
(f. á Bessastóðum 15. maí 1820). Hann nam skðlalærdðm hjá Árna stipt-
prðfasti Helgasyni og útskrifaðist frá honum 1837, stundaði síðan háskðla-
nám og hlaut mcistaranafnbót í heimspeki 1845, varð skrifari og því næst
skrifstoíustjóri í utanríkisstjórninni dönsku og fór síðan í stjórnarerindum
til ýmsra landa. Embætti sínu sleppti hann 1866 og flutti síðan hingað
til lands og settist að á Bessastöðum. Alþingismaður var hann frá 1869
til 1891 og lengi amtsráðsmaður. Kona hans var Jakobína Jónsdóttir
(prcsts Þorsteinssonar frá Beykjahlíð). Eptir hann Iiggja ýmsar sögulegar
og fagurfræðilegar ritgjörðir, einkum á dönsku, en þjððkunnastur er hann
fyrir Ijóðmæli sín, sem eru flest einkennileg og þjóðleg fremur skáldverk-
um annara íslenzkra höfunda. Dr. Gr. Thomsen var annars fróður maður
í mörgum greinum, en hafði sjerstakar mætur á forntungunum, latínu og
grísku, og bókmenntum þeirra. Hefur hann meðal annars þýtt allmikið
af forngrískum ljóðum og gefið þau út í kvæðasafni sínu, er minnst var
á í Fr. 1895. — Tveir ungir efnismenn ljetust úr flokki skólagenginna
manna þetta ár, er báðum er hinn mesti söknuður að. Dað voru þeir
Sigurður Pjetursson (bónda, Sigurðssonar) cand. jur. d. 1. jan. (f. á Sjávar-
borg 25. nóv. 1867) og Sœmundur Eyjólfsson (bónda Jóhannessonar og
Helgu Guðmundsdóttur) cand. theol. d. í Roykjavík 18. raaí (f. í Sveina-
tungu 10. jan. 1861). Þeir tóku báðir stúdentspróf við Keykjavíkurskóla
1889. Sigurður nam lögfræði við háskólann og tók þar embættispróf 1895
og var sama ár settur sýslumaður í Suðurmúlasýslu og settist þá að á
Eskifirði og þar andaðist hann. Sæmundur tók embættispróf við presta-
skólann 1891 og dvaldi síðan í Reykjavík við kennslustörf að vetrinum,
en á sumrin var hann í þjónnstu Búnaðarfjelags Suðuramtsins, því að áð-
nr en haun kom í latínuskólann hafði hann nuinið búfræði í Ólafsdal.
Sumarið 1892 var hann erlendis, að kynna sjer þar skógrækt. Hann var
nýkvæntur Elínu Eggertsdóttur (sýslumanns Briem), fyrverandi forstöðu-
konu kvennaskólans á Ytriey. Báðir þessir efnismenn, er nú var getið,
voru áhugamiklir námsmenn, prýðilega vel að sjer og hugþekkir öllum, er
þeim kynntust. Brjósttæring varð þeim báðum að bana. Sæmundur rit-
aði margt, einkum um búnaðarhagi lands vors og þjóðleg fræði, or hon-
um var einkar sýnt um, eins og hann yfirleitt var mjög vel heima í sögu
vorri og bókmenntum. — Jðnas Björnsson (bónda Kortssonar og Helgu
Magnúsdóttur) sóknarprestur í Sauðlauksdal andaðist 16. apríl (f. á Möðru-
völlum í Kjós 12. apríl 1850). Hann varð stúdeut frá Reykjavíkurskóla
1874, útskrifaðist af prestaskólanum 1876, vigðist sama ár prestur að