Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 21
Menntnn og menning.
21
kennsln 4 læknaskólanum, um holdsveikismálið, og taldi fundurinn brýna
nauðsyn bera til þess að reist sje sem fyrst hjúkrunarskýli fyrir þess kon-
ar sjúklinga. Guðm. læknir Björnsson hafði farið utan um vorið, til Nor-
egs, og kynnti sjer þar holdsveikisspítala og meðferð holdsveikra sjúklinga
til undirbúnings spítalastofnunar hjer. Sóttvarnarhúsuin vildi læknafundur-
inn láta koma upp samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlaganna. Bólusetning-
nr vildi hann fela læknum á hendur. Þar kom og til umræðu, að
stofnað yrði íslenzkt læknafjelag, og að berklasóttin hjer á landi yrði
rannsökuð nákvæmlega af æfðum lækni. Bnn var þar rætt um hagskýrsl-
ur og bókfærBÍu lækna, ferðastyrk til lækna, sjúkrasjóði, heilbrigðisnefnd-
ir, stofnun sjúkr&húsa út um land, og fóru tillögur fundarmanna i því
máli í líka stefnu og grein Guðm. læknis Björnssonar, sem nefnd hefur
verið. Á fundinum var rætt um stofnun vitfirringaspítala og nefnd lækna
falið á hendur að undirbúa það mál. Loks ræddi fundurinn um lyfjafræð-
ingamál og iyfjaskrá, yfirsetukvennamál og lögtaksrjett á skuldum lækna.
TJmræður læknafundarins báru vott um mikinn áhuga, eneinsog aðlíkind-
um lætur, verða flest málin að bíða verulegrar úrlausnar á næstu þing-
um, sem vænta má að fara muni eptir tillögum læknanna að meira eða
minua leyti. Þess skal getið i þessu sambandi, að spítali komst á fót á
ísafirði þetta ár, og auk þess eru Austfirðingar í undirbúningi moð spí-
tala hjá sjer. — Sem framför í læknisíþróttum hjer á landi má geta þess,
að þetta ár framkvæmdi læknaskólakennari Guðm. Magnússon með góðum
árangri miklu stærri skurðlækningu á berklaveikum sjúklingi, en áður
hafa verið hjer dæmi til; var annar handleggurinn og annað herðablaðið
numið burt með öllu.
Misferli og mannalát. 1 norðanhretinu í októbermánuði urðu nokkr-
ir fjárskaðar fyrir norðan og austan, mest í Skriðdal og Pellum. — Skömmu
eptir uýár brunnu bæjarhús á Helgastöðum í Reykjadal. Bær brann um
haustið á Bakka í Öifusi. Þá brann og baðstofa á Horni í Mosdal við
Önundurfjörð, og um sömu mundir brann timburhús, verzlunarbúð og íveru-
hús á Brekku í Mjóafirði austur. Litlu af mnnum varð bjargað í hús-
brunurn þessum, en ekki fylgdi þeim neitt manntjón. Fjós brann um vet-
urinn á Breiðabólsstöðum á Álptanesi; brunnu þar inni kýr þær, sem í
því voru.
Þilskip braut nokkur hjer við land. Norskt kaupskip, „Glitner11 rak
á land 4 Járngerðarstaðavík í Grindavík (11. júlí). Á StokkBeyri strand-