Skírnir - 01.01.1896, Blaðsíða 25
Misferli og- mannalát.
25
Kvíabekk, gjörðist svo aðstoðarprestur sjera Magnúsar Gíslasonar í Sauð-
lauksdal, fjekk það prestakall við uppgjöf lians 1879. .lónas prestur var
sæmdarmaður, rcglufnstur og vel þokkaður. — Sjera Hannes Lárus Þor-
steinsson (bónda áBrimnesi Jónatanssonar og Ragnheiðar Grímsdóttur) prest-
ur í Fjallaþingum varð bráðkvaddur á Yopnafirði 30. júlí (f. 20. ágúst
1852). Hann útskrifaðist úr latínuskólanum 1882, tók embættispróf við
prestaskólann 1886 og vígðist s. á. til Fjallaþinga. Hann var kjarkmað-
ur og góðum hæfileikum búinn. — Þorvaldur Böðvarsson (prófasts Þor-
valdssonar og Þórunnar Björnsdóttur, prests frá Bólstaðarhlíð) uppgjafa-
prestur andaðist á Akranesi 26. sept. (f. í Garði í Önundarfirði 12. júlí
1816). Hann útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1845, vígðist aðstoðarprestur
sjera Jóns Jónssonar á Barði í Fljótum 1848, fjekk Stað í Grindavík 1850
og Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1866. Lausn frá embætti fjekk hann 1886.
Kona hans var Sigríður Snæbjörnsdóttir (prests í Yestmannaeyjum). Synir
þeirra eru Snæbjörn og Böðvar, kaupmenn á Akranesi, Jón cand. phil. og
Vilhjálmur. Sjera Þorvaldur var atgjörvismaður og vel að sjer gjör um
margt, höfðinglegur ásýndum og raurigóður. — Sœmundur Jónsson B.. af
dbr., prófastur í Hraungerði, andaðist 8. uóv. (f. á Barkarstöðurn í Fljóts-
hlíð 19. maí 1832). Hann var sonur Jóns prófasts Halldórssonar (prests
i Saurbæ) og Kristínar Yigfúsdóttur (sýslumanns á Hlíðarenda). Hann
útskrifaðist úr Beykjavíkur skóla 1855, af prestaskðlanum 1867, vígðist
aðstoðarprestur að Breiðabólsstað til föður síns 1858, fjekk Hraungerði
1860. Prófastur var hann í Árnesþingi frá 1874 til dauðadags. Kona
hans var Stefanía Siggeirsdóttir (prests að Skeggjast.öðum). Þeirra synir
eru:Ólafur, núprestur í Hraungerði, Geir, prestur á Hjaltastað ogPáll, stud.
jur. i Khöfn. Þar sem Sæmundur prófastur er fallinn frá, eiga Árnesing-
ar á bak að sjá valinkunnu prúðmenni, og land vort yfirleitt einum af
mestu merkisprestum sínum.
Auk þeirra lærðra manna, sem þegar hefur verið getið, önduðust ýms-
ir merkir menn úr flokki leikmanna, og verður nokkurra af þeim hjer
getið. Egill Egilsson fyrrum kaupmaður, sonur Sveinbjarnar rektors Eg-
ilssonar andaðist í Reykjavík 14. jan. (f. 8. júli 1829). Hann hafði verið
fyrir verzlunum bæði í Stykkishólmi og Beykjavík. Þiugmaður var hann
nokkur ár, fyrst fyrir Snæfellsnessýslu og siðan fyrir Mýrasýslu (1881—
1885). Auk þess fjekkst hann alimikið við málaflutning; hann var gáfu-
maður, lipurmcnni og gleðimaður. — Oísli Gíslason, fyrrum bóndi i
Reykjakoti og víðar, andaðist að Esjubergi 12. febr. á sjötugsaldri. Hann