Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1905, Side 5

Skírnir - 01.04.1905, Side 5
Nokkur orð um lifsaflið. Fyrirlestur fluttur í Hjúkrunarfélagi Reykjavikur 2. febrúar 1905. Eftir GCÐMUND lœkni MAGNÚ880N. Mér er það vel minnisstætt, að þegar eg var fyrst að læra læknisfræði — síðan eru liðin rnörg ár —, þá var ekki annað sem hreif mig meira en vitneskjan um það, hve máttuglega náttúrán starfar í líkama mannsins. Það var eins og nýr heimur opnaðist fyrir mér, þegar eg heyrði um þann kraft, sem býr í likama vorum, og hvernig hann kemur fram bæði hjá heilum og krönkum. Eg man, hvílík andleg nautn mér var það, þegar eg komst í skilning um, að líkami vor er nokkurs konar samfélag af óteljandi, ósýnilegum frumpörtum (sellum), sem hver um sig er lifandi vera, hver um sig með sínu sérstaka hlutverki, og um leið starfandi í félagsskap í þarfir heildarinnar. Hvernig sumir frumpartarnir taka við næríngarefnunum, og aðrir breyta þeiin svo að þau komast út um líkamann allan. Hvernig sumir frumpart- arnir eru settir svo saman, að þeir mynda eins og nokkurs konar máttarviði, sem halda uppi byggingunni. Hvernig sumir losa líkamann við úrgangsefni, sem myndast við efnabreytingar næringarefnanna í líkamanum; hvernig þessi klofning og breyting efnanna myndar hita og hreyfi- öfl o. s. frv. I öllu þessu koma fram öfl, sem starfa sumpart meira út á við — allir þekkja nokkuð til þeirra —, sumpart era meira hulin og starfa meira inn á við, svo að almenn-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.