Skírnir - 01.04.1905, Qupperneq 8
104
Nokkur orð um lífsaflið.
ur er, hefur þau áhrif á lifandi liold umhyerfls, að
bólg'a hleypur í það; það greíur venjulega kring um
drepið, og afleiðingin verður sú, að dauði parturinn losnar
burt, sjálfkrafa segjum vér, en í raun réttri vegna líf-
starfa holdsins umhverfls.
Það hafa ef til vill einhverjir ykkar reynt það, að
minsta kosti heyrt talað um, að beinflísar gangi stund-
um út úr fingri eftir fingurmein, eða úr kjálka eftir
tannkýli. Þessar flísar eru þeir partar beinsins, sem drep
hefur hlaupið í, og það ra'ður að líkindum, að það þurfi
töluverða lífsstarfsemi til að losa stvkki úr beini, enda
tekur það oftast langan tíma, þeim mun lengri sem stykkið
er stærra. En lífsaflið gerir þetta, og það hættir ekki að
starfa þegar er dauðu partarnir eru lausir, því þá tekur
við ný starfsemi til að fylla upp holuna, sem myndaðist,
og að bæta upp missinn. Stundum kemur, upp úr bólgu,
drep gegnum beinið alt. Þá er ekki nóg með það að
þetta stykki losni, heldur myndast nýtt bein utan um það
dauða og í stað þess. Að öðrum kosti mundi sá limur
verða gagnslaus.
Sama er að segja um drep í öðrum líkamspörtum en
beinum. T. d. ef tær kala eða útlimir. Það kemur bólga
á mótunum á lifandi og dauðu, og með tímanum losnar
hinn dauði limur frá. Raunar er sjaldnast beðið eftir því.
Læknishjálpar er leitað fyr; en lífsattið er tekið til starfa
á undan lækninum, þótt það í þessu dæmi þyki ekki
hentugt að bíða eftir því að það fullkomni sitt verk. En
fari svo að beðið sé eftir því að limurinn losni, þá heldur
lífsatiið áfram að bæta. Þá grær smámsaman fyrir stúfinn
og mvndast ör.
Sama máli er að gegna, ef drepið er í innýflum. Það
losnar þar einnig frá því lifandi, eða réttara sagt: Það
lifandi losar það dauða frá sér.
En þó þessi dæmi sýni ljóslega mátt lífsaflsins, þá
kemur það einnig fram að starf þess er í blindni. Að
vísu er starf þess jafnaðarlegast, þegar svona stendur á,
heppilegt, en jafnvel þótt svo standi á, að starf þess sé