Skírnir - 01.04.1905, Blaðsíða 15
Nokkur orð um lifsaflið.
111
þess að lífsaflið losi það dauða burt. Þeir spara tíma
bæði með því að losa burt það sem dautt er með
skurði eða á annan hátt, og með því að haga svo til
að unt sé að sauma skinnið fyrir endann, svo að það
grói þannig á miklu skemmri tima en annars, grói Jokaö,
og að örið verði á hentugum stað.
Læknarnir hafa fremur öðrum lært það, að það er
fásinna að stritast móti náttúrunni. Þeir hafa lært að
fylgja bendingum hennar og að ryðja tálmunum úr vegi
lífsaílsins, þegar það er mögulegt. Það er þeirra sómi, en
ekki ámælisvert. Hins vegar er engin ástæða fyrir þá
að reyna að láta líta svo út sem þeir geri meira en
þeir geta.
Eg hef fjölyrt um þetta, af því oftrú rr.anna á mætti
læknanna og meðala getur haft skaðlegar atieiðingar. Það
er margreynt, að ef einhver sker sig, þó ekki sé nema
lítið, t. d. í fingur, þá hugsar hann nálega eingöngu um
að setja meðul við í því skyni að stöðva blóðrásina, en
tekur ekkert tillit til hins, hvort þessi meðul varna bak-
teríum inngöngu. Þvert á móti: oft og einatt eru hús-
ráðin þess eðlis, að með því er beinlinis troðið bakteríum
inn í skurðinn.
Skynsamlega aðferðin er sú, að hugsa ekkert um meðul
til að stöðva blóðrásina, heldur nota í því skyni eingöngu
þrýsting, en forðast að láta nokkuð óhreint komast að
skurðinum. Tóbaksblöðkur, kerlingareldur og þess konar
rusl ætti ekki að sjást, heldur hreint léreft vætt i kar-
bólvatni eða ef það er ekki til, þá í soðnu vatni, og svo
á að vefja þétt um. Það eru víst ekki dæmi til þess
að mönnum hafi orðið smá fingurskurðir hættulegir vegna
blóðmissis, en hitt er algengt, að þeir hafa orðið orsök til
alvarlegrar bólgu, örkumla og jafnvel dauða, af því menn
hafa ekki hreinsað skurðinn og bakteríur svo verið búnar
að festa sig í holdinu áður en læknis var vitjað.
Oftrú almennings á megni læknanna og meðala er
líklega að nokkru leyti orsökin til þess að fiestum hættir
til að hugsa lítið um að fyrirbyggja sjúkdóma. Það hefur