Skírnir - 01.04.1905, Side 18
114
Nokkur orð um lifsaflið.
eða skorið er í það. Eitlarnir hafa þá fallið í vöminni,
en hafa samt getað verndað líkamann fyrtr »blóðeitrun«.
En stundum komast þær líka fram hjá því virkinu, sem
eitlarnir mynda og inn í blóðið, en jafnvel þar er haldið
uppi vörnum, og kornin í blóðinu »éta« og drepa
margar bakteríur sem komast þangað.
Mörgum næmum sjúkdómum er svo farið, að þeir
sem eru búnir að fá þá einu sinni, verða aigerlega, eða
því sem næst, ómóttækilegir fyrir þá upp frá því. Eg-
þarf ekki nema að minna á mislinga og bólu í þessu efni.
Það eru mjög miklar líkur til, að allir næmir sjúkdómar
stafi af bakteríum eða að minsta kosti lifandi sóttkveik-
jum. Menn vita það með vissu um marga þeirra. Enn
sem komið er, vita menn ekki fyllilega, hvernig á þvi
stendur, að menn verða ómóttækilegir þegar þeir hafa
haft veikina, en það er farið að rofa nokkuð til i þokunni,
sem hvíldi yflr þessu atriði, þótt menn séu ekki enn
komnir upp á sjónarhól, sem veiti svo mikið víðsýni, að
það taki því í þetta sinn að útlista það frekar, en að eins
má taka það frarn, að það er ekki oítalað, þótt það sé
þakkað lífsaflinu, sem, að minsta kosti eftir suma sjúk-
dórna, myndar ný varnarefni, sem geymast í líkamanum
skemmri eða lengri tíma.
Blóðvatn þeirra sjúklinga, sem flafa læknast af
barnaveiki, hefir í sér varnarefni rnóti þeirri veiki.
Vitneskjan um þetta er undirstöðuatriðið undir blóðvatns-
lækningum, sem nú tíðkast með allgöðum árangri við
þeirri veiki. Dýr eru sýkt með veikinni, og þegar þau
eru orðin heilbrigð aftur, er blóðvatnið úr þeim notað
til að lækna manneskjur sem hafa sýkst.
2. I ’arnir lík- virðast yfirleitt vera lítilsmegnandi. Raun-
amans móti ar veitir skinnið óbilandi vörn móti mörg-
eitri um sterkum eiturtegundum, eingöngu af
því að eitrið kemst ekki gegnum hornlagið,
sem hylur það. En jafnskjótt sem þessar sömu eiturteg-
undir komast á slímhimnurnar, komast þær inn í blóðið