Skírnir - 01.04.1905, Side 28
124
Egill Skallagrímsson.
Hvergi koma þó brak og brestir orustunnar betur fram
en í Höfuðlausn, orustumálverkinu, sem Egill þá höfuð
sitt fyrir í Jórvík, þyí annað en almenn orustmynd er
kvæðið ekki. Að Eiríkur konungur er á myndinni, er
aukaatriði. Egill hefði getað látið hvern annan hraustan
herkonung er vera skyldi »sitja fyrir«, og myndin hefði
þó í aðalatriðunum orðið sú sama. Vopnabrakið, vopna-
tiugið, blóðstraumarnir, hrædýrin verður heyranlegt og
sýnilegt. Hergnýrinn er leikinn á alla hljóðstafi málsins.
Þar er »oddaat ok eggjagnat«, »hjörva hlam við hlífar
þram« o. s. frv. Vopnin íijúga: »Báru hörvar af bogum
örvar«; »flugu dreyrug spjör«; »flugu undabý«. Skáldið
heyrir blóðið duna eins og straumharða á: »Þaut mækis á
... sús mest of lá«. Svo koma hrafnar og úlfar:
„Flugu hjaldrtranar
á hræs lanar.
Yárut blóðs vanar
henmás granar,
þás oddhreki,
sleit und freki,
gmiði hrafni
á höfuðstafni11.
Slik vísa sýnir fullvel, live blóði driflð ímyndunaraflið er.
Skáldið sér blóðstraumana gnýja á goggi hrafnsins eins
og öldur á skipsstafni. Það er mikil mannétandi grimd
fólgin í hinni föðurlegu umhyggju, er skáld þeirra tíma
bera fyrir líkamlegri velferð úlfa og hrafna. Sá er kon-
ungurinn mestur, sem beztur er matreizlumaður þessara
dýra, og æðsta óskin virðist vera sú, að heyra alla úlfa
veraldarinnar rymja af offylli — af holdi og blóði ná-
ungans.
Ættrækni Egils og föðursorg hefur fengið ódauðlegan
búning í Sonatorreki, og skal eg víkja að því siðar, vin-
áttan í Arinbjarnarkviðu, hatrið í vísunni, er hann
biður Eiriki konungi bölbæna. Sumstaðar bregður fyrir
lijá Agli skemtilegri kímni og sjálfhæðni. Kímni er í
þessu orðalagi: