Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 31

Skírnir - 01.04.1905, Page 31
Egill Skallagrírasson. 127 ægilegt, því nú er það »bráatunglið«, »enniináninn«, sem stafar ógnum og hatri frá sál til sálar. Hér er gott dæmi þess hvernig skáldið getur notað kenningarnar til að liefja í æðra veldi það sem hann lýsir, stækka það eða setja í stórfelda umgjörð. Augnráð Eiríks verður tröllslegra í þessu timglskinsgcrvi, andinn sem í því speglast ferlegur og dularfullur svo sem náttúruöfiin sjálf. Þegar Egill segir: „Atgeira lætk úrar ýring of grön skýra“ (eg læt hornaregnið [ölið] streyma í skúrum um varir mér), þá verður drykkjan stórfenglegri. Að Egill drekkur, það er í rauninni eins og þegar gróðrarskúr kemur yfir þyrsta jörðina, og sjálísagt hefði honum þótt góð gríska vísan: „Drekkur jörð, drekkur eik hana, drekkur vatusföll hinn voti sær, sól drekkur sjó en sólu máni. Hví mér þá vinir varna drykkju ?“ En eins og skáldið getur svo sem nú var sýnt brugðið sjónauka kenninganna yfir hlutina, þannig á hann sér og smækkunargler. I þvi verður jörðin að »vindkers víðum botni«, eins og dálítill kvartilsbotn, sem Egill hampar á lófa sínum og rennir augurn yfir. Sjórinn verður »ey- negld jarðargjörð«. Skáldið sér eyjarnar eins og nagla- hausa í belti jarðarinnar. I þessari óviðjafnanlegu lík- ingu virðist mér koma fram »smiðsaugað«, sem Egill hefir eflaust haft frá ætt sinni; þvi bregður oftar fyrir í lík- ingum hans, t. d.: »Erumk auðskæf ómunlokri magar Þóris mærðarefni“,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.