Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 44

Skírnir - 01.04.1905, Page 44
140 Dularlitir og dulargerfi dýranna. til Ijósblettanna, er koma í skógum, þegar sólargeislarnir smjúga gegnurn opin milli laut'blaðanna. Eins og áður er minst á, eru kolar og marhnútar að ofanverðu mjög samlitir botninum. Þannig má sjá við bryggjurnar i Reykjavík, að sandkolinn er einlitur að ofan og eins á litinn og hinn dökki, leirblandni sandbotn þar. En i Garðsjónum liefi eg séð sandkola veidda, sem allir voru með ýmsa vega ljósum dröfnum og dílum og yfirleitt ljósari á lit en kolarnir inni við Reykjavíkursand. Mér datt þegar í hug, er eg sá þá, að þarna væri stórgerður, skeljasandur í botni, eins og það lika er, því engu voru þeir líkari á litinn. Smálúður 8—12" langar eru einnig oft með ljósum dröfnum á efri hliðinni. Sama á sér stað um smáskarkola, sem halda sig fyrstu ár ævi sinnar inni á fjörusöndum. Þeir eru með ljósum og dökkum dílum á víxl eins og sandurinn. Marhnúturinn kemst þó lengra í þessu tilliti. Eg hefi oft séð marhnúta hér við Reykjavik með stórum, hvítum, gulleitum eða dökkrauðum litarskell- um á baki, er stungið hafa mjög í stúf við meginlitinn móleita á bakinu. Þessar skellur eða blettir eru blekkj- andi líkar kalkþaraskánum þeim, er algengar eru á stein- um í fjörum, dökkrauðar á lit, þegar þær eru lifandi, en gulleitar eða hvítar, þegar þær eru dauðar. Þegar hafs- búar horfa niður á þannig litan marhnút, þar sem hann liggur hreyíingarlaus á botninum innan um steinana, hljóta þeir að álíta hann vera stein, en ekki gráðugt dýr, er gleypir þá, sem eru ekki nógu skarpskygnir til að sjá úlf- inn í sauðargærunni. Til þess að blekkingin verði enn meiri, þá líta uggarnir út líkt og smá þarablöð, vaxandi . á »steininum« eins og síðar mun minst á. Hæsta stiginu í eftirstælingunni ná þau dýr, er auk litar- ins hafa einnig að meira eða minna leyti fengið á sig lögun ýmissa dauðra hluta í kringum þau, dauðra eða lifandi jurta, eða útlit og vaxtarlag annara dýra, eða það sem eg nefndi dulargerfi. Hér leggjast því bæði litur og vaxt- arlag á eitt í því að gera dýrið torkennilegt eða dylja þess sanna eðli. Þetta á sér einkum stað meðal ýmissa sjávardýra og skordýranna sérstaklega.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.