Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 52

Skírnir - 01.04.1905, Page 52
148 Leturgerð og leturtegundir. Árangurinn varð sem sé stafrófið, þau hin fáu og einföldu tákn, sem menningarþróun nútímans er frá runnin. En fáir hugsa út í það feiknaerfiði sem það hefur kostað mannsandann að komast svo langt. Jafnvel hin einfald- asta leturgerð á að baki sér strit og stríð margra kyn- slóða. Þúsundir ára liðu áður en maðurinn komst upp á það að mynda liljóð. er hann gat skýrt öðrum frá hugsun- um sínum með. Og svo liðu enn nokkrar þúsundir ára áður en þessi hljóð höfðu fengið svo fasta og fullkomna mynd, að unt var að tengja þau við ákveðin, sýnileg tákn og fá þannig enn betri tæki til að láta hugsanir sínar í ljósi. En hvort tveggja, rit og ræða, er í fyrstu var óákveðið og óljóst, hefur smátt og smátt tekið framförum og stig af stigi fengið fastari og fullkomnari mynd. Saga leturgerðarinnar er aðeins lítill kafli í sögu alls mannkynsins — og framþróun mannkynsins á aldanna rás er aðeins einn þáttur í framþróun alls hins lífræna heims, sem byrjar með fyrsta frjóanganum og nær til ment- uðustu og bezt gefnu manna sem nú lifa, og heldur áfram í óþektum lífmyndum framtíðarinnar; og alt af er orð- takið Excelsior, Excelsior — hærra, hærra! En þótt saga leturgerðarinnar kunni að virðast lítiifjörleg, þegar hún er skoðuð sem þáttur í svo viðtækri heild, þá fær hún þó fyrst alment gildi, þegar hún er skoðuð í því sambandi. Eins og munnmálið eflaust á aðalega rót sína að rekja til þarfarinnar á því að skilja aðra og verða skilinn af þeim, eins víst er hitt, að löngunin til að varðveita endur- minningguna um hitt og þetta hefur átt upptökin að myndun ritmálsins. Rit og ræða eru runnin af félagslífi manna. Væru allir einbúar, þyrfti ekki á ræðu né riti að halda. Rússneski rithöfundurinn Dostojewsky segir einhvers- staðar, að menn ljúgi sig áfram, þangað til þeir flnna sannleikann, og á hann við það, að mönnum skjátlist hvað eftir annað, þangað til hið rétta er fundið. Skýr sönnun þessara orða eru fyrstu fálmandi tilraunirnar í leturgerð, ef nefna má því nafni hina ófullkomnu tilburði fornaldar-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.