Skírnir - 01.04.1905, Síða 54
150
Leturgerð og leturtegundir.
sem Pantete noshtete á máli þarlendra manna, og
héldu heiðingjarnir í einfeldni sinni að hér væri að ræða
um f'ána, einn, úr steini, og annan úr kaktusfíkjum.
»Minnissteinar« Credo- og Pater noster-hringjanna voru
aðeins til stuðnings endurminningunni; næsta stigið á
framfarabrautinni er hnútaskriftin, sem svo er nefnd. Tíðk-
aðist hún hjá Mexikó-búum og Peru-mönnum, þá er Ev-
rópumenn komu þangað. I samanburði við »minnisstein-
ana« er mikil framför fólgin í hnútaskriftinni eðaQvippo,
sem Perúmenn kölluðu hana. Hún er að nokkru leyti
veruleg skrift, því hún getur vakið nýjar hugsanir og
hugmyndir hjá lesandanum og veitt honum þannig fræðslu.
Sumir höfundar, er kostgætilega hafa kynt sér Qvippo,
lialda því jafnvel frarn, að með henni megi mynda sam-
bönd á líkan hátt og með stafrófi voru.
Hjá Perúmönnum hafði þessi einkennilega skrift náð
furðanlegri fullkomnun. Hún var gerð af mislitum ullar-
böndum — hvítum, rauðum, brúnum, gulum og bláum —
og var þeim brugðið í lykkjur og hnúta, er litu út sem
flækja ein. En hver litur, hver lykkja og hnútur liöfðu
sína ákveðnu merkingu með tilliti til liinna, og ekki varð
heldur greitt úr þessari »hugsanaflækju«, nema jafnframt
væri geflnn gaumur að því, á hvern hátt böndin yoru
slungin saman og hnýtt og hve langt var á milli hnút-
anna. Það er því augljóst, að ekki var heiglum hent að
levsa »hnúta« þessarar skriftar, og voru því í hverjum bæ
konunglegir embættismenn settir til að varðveita þá og
skýra. Þeir voru nefndir Qvippo-Camayos, lauslega
þýtt: »skjalaverðir og skýrendur litaðra hnúta«.
Nú eru því miður að eins örfá sýnishorn til af hnúta-
skrift þeirri er náð hafði svo mikilli fullkomnun, einkum
í Perú, er Evrópumenn komu þangað, og er það eyðingar-
fýsn kristinna manna að kenna. Að vísu er Qvippo
enn í dag notað af indverskum hirðingjum á Kordilla-
eyjum og eins af öðrum þeim sem hafast við í afskektum
fjallöndum, en þá eingöngu sem meðal til að halda tölu
á hjörðum sínum og öðrum eignum. Hnútaskriftin í sinni