Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1905, Side 70

Skírnir - 01.04.1905, Side 70
166 Leturgerð og leturtegundir. að grafa reglulega upp rústir Ninive og Babylonar og fundust þá mörg þúsund leirspjöld með þessu letri. Mið- aði nú drjúgum með skýringarnar, en þó voru enn mörg tákn sem ekki var unt að ráða, þangað til Rawlinson, enskum hershöfðingja, tókst að gera nákvæma eftirmynd af Bisutun-áletruninni. Ráðning þessarar frægu áletrunar hafði hin víðtæk- ustu áhrif á rannsóknir á livers konar fleygrúnum. Hún er á nálega þverhnýptri hlið á 1400 feta háum kletti, er Bisutun heitir (á forn-persnesku Bágastána, bústaður guð- anna) í Kurdistan. Frek 300 fet fyrir ofan jörð getur þar að líta geysistóra lágmynd, er sýnir það, er sigraðir kon- ungar eru færðir i böndum fram íyrir hinn volduga pers- neska konung, Dareios I Hystaspes, til þess að þeir hylli hann sem yfirmann sinn. Fyrir ofan og neðan lágmynd þessa eru fleygrúnaáletranir í mörg hundruð línum, og skýra þær frá því á þremur aðaltungum Persaríkis, hvernig Dareios sigraði 9 konunga í 19 orustum. Eins og kinverska letrið hafa fleygrúnirnar orðið til úr myndaletri. Þykjast menn enn þá í nokkrum einstökum táknum þekkja myndirnar sem þau eru frá runnin. Það er jafnvel til assýriskt leirspald, þar sem við hliðina á fleygrúnaáletrun má sjá myndirnar sem táknin eiga rót sína að rekja til. Samkvæmt þessu var þetta letur í fyrstu gerð sinni ekki sett saman af fleygum, heldur af beinum strikum, svo sem sjá má á »gammasteininum« fræga, en áletrun hans má eflaust telja til elztu sýnishorna assýrisk- babylonskrar leturgerðar. Til hægðarauka hefur mynda- letrið bæði í Vestur- og Austur-Asíu smátt og smátt brevst í táknaletur, og sýna hin einstöku strik þess aðaldrætti hinna upphaflega mynda Fleygrúnirnar voru nú oftast ristar með eins konar grafal á vot leirspjöld, er síðan voru brend eða aðeins sólbökuð. En þetta atvik varð til þess að þær tóku miklum breytingum, er tímar liðu, Þegar grafalnum var stungið í votan leirinn, atvikaðist það sem sé auðveld-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.