Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 85

Skírnir - 01.04.1905, Page 85
Útlendar fréttir. 181 11. gr. Geri nokkur konsúll sig sekau í ákveðnum yfirsjón- um, þá beri sænska utanríkisráðherranum fyrst að hreyfa málinu í sameiginlegu ríkisráði, ogfyrstaðþví loknumegitaka þaðtil meðferSarí norsku ríkisráði. Hérer með öðrum orðum farið fram á að nokkru leyti sameiginlega meðferð alnorskra konsúlamálefua, sameiginlega, en ekki eingöngu norska meðferð mála, er ekkert snerta pólitík. 16. gr. Geri konsúlarnir sig seka í ósæmilegri framkomu gegn erlendum yfirvöldum eða séu þeir sakaðir um brot, er skerð- ir borgaralega virðingu þeirra, þá skuli sendiherra geta vikið þeim úr embætti um stundarsakir. 19. gr. I þeim ríkjum, þar sem eigi væri fyrir hvort ríkið um sig settir konsúlar samkvæmt greinilegu samkomulagi eður á annan hátt, við hlutaðeigandi ríki, skyldu konsúlar vera sameigin- legir eftir sem áður, og sömuleiðis í þeim ríkjum, þar sem Noreg- ur og Svíþjóð hafa enga sendiherra. — Þessu sænska stjórnarfrumvarpi, sem með lökum var skoðað sem hnefahögg í andlit norsku þjóðarinuar, svaraði norska stjórnin í skjali, er hún gaf út 11. janúar. Auk fyrirvara um ýms atriði sænska frumvarpsins, mótmælti stjórnin sérstaklega þeim sex grein- um er hér hafa verið taldar, með því að þær væru í ósamræmi við norsku grundvallarlögin og álitsskjalið og það sem áður hafði verið um samið. Sænska stjórnin svaraði þessu 30. janúar og kom því næst svarbréf frá Sigurði Ibsen ráðherra 1. febrúar. Var svo haldið sameiginlegt ríkisráð í Stokkhólmi 6. febrúar. Reifði utanrikisráðherrann þar málið og sagði að lokum, að eftir mála- vöxtum virtist ekki ástæða til að halda samningum áfram. Enn fremur 1/sti bann yfir því, að það væri ósk sín að vera ekki meins- maður fullnaðarsamninga um konsúlamálið, og mundi hann því leggja niður völdin, ef útlit væri til að ráðherrar beggja ríkjanna þá gætu orðið á eitt sáttir. Þegar fengið var álitssjal norsku stjórnarinnar, var haldið hið síðasta sameiginlega ríkisráð 7. febrúar og var krónprinsinn þar viðstaddur. Flutti utanríkisráðherrann þar álit norsku stjórnar- innar og lét þess getið, að álit hennar gæti engin áhrif haft á til- lögur þær er hann áður hefði komið fram með, og að svo liti út sem undirrót þessa ósamkomulags væri fólgin í núgildandi skipu- lagi á meðferð þeirra mála er snerta viðskifti sambandsríkjanna við erlend ríki. Enn fremur hélt hann því fram, að æskilegt væri að skipulag utanríkisstjórnarinnar á öðrum grundvelli væri á ny tekið

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.