Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 22

Skírnir - 01.01.1908, Page 22
22 MoðurmáTið. Við höfum oft orð á þvi, að íslendingar í Vesturheimi séu að glata móðurmáli sínu; við gerum gys að þeim, þegar þeir segjast »krossa strítuna«, en sjálfir »spáserum við á fortóinu«. Við sjáum ensku flísarnar vestan hafs, en eygjum ekki dönsku bjálkana heima fyrir. Nú munu sumir menn vilja skella skuldinni á Dani, kenna þeim um það, að íslenzkan enn í dag »depen- derar* af dönskunni. En það er röng sakargift. Það er gamall og ljótur siður hér á landi, að kenna sambandsþjóð okkar um flest okkar sjálfsköpuðu víti. Spilling móðurmálsins er sjálfskapað víti. Það er auðvitað, að hver smáþjóð verður að leita sér mentunar í bókmentir hinna stærri þjóða og læra af þeim ýmsa vihnu; og það er auðsætt, að tungu smáþjóðar- innar hlýtur jafnan að vera hætta búin af slíkum mök- um, ef engrar varúðar er gætt. Við höfum verið varúðarlausir. Það er meinið. Við höfum átt mest viðskifti og mentamök við Dani; þess vegna er íslenzkan orðin dönskuskotin. Ef við hefð- um í þess stað og jafnlengi átt mök við Þjóðverja eða Englendinga, þá mundum við nú vafalaust vera orðnir hálfþýzkir í tali eða alenskir. Þetta alt bjó mér í hug á aldarafmæli Jónasar Hall- grímssonar. Þess vegna vakti eg máls á því þá í kveld- veizlunni, að stúdentafélagið ætti ekki að láta staðar num- ið við e i r 1 í k i Jónasar, það ætti að reisa þessum mesta ritsnilling þjóðarinnar á nútíðarmál 1 i f a n d i m i n n i s- varða, taka aldarafmæli hans til þess, að vekja nýja, sílifandi, máttuga viðleitni í þá átt, að vernda móður- málið og auka fegurð þess og orðgnótt í ræðu og riti. Það var tillaga mín og er enn, að stofnað sé eins konar félag í þessu skyni; það sé skipað 12 mönnum, eða 18 ef fært þykir; hugsa eg mér að stúdentafélngið nefni

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.