Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 45

Skírnir - 01.01.1908, Page 45
Prédikarinn og bölsýni hans. 45 Hvarer hið guðlega réttlæti? Hinn höfundurinn, Prédik- arinn, starir á það hvössum sjónum, hve alt í heiminum sé fánýtt og fallvalt, og orðtak hans er hið alkunna, að alt sé aumasti hégómi. Hann fer jafnvel svo langt, að hann telur ótímaburðinn sælan, sem aldrei fái að líta sól- arljósið. öllu lengra fær bölsýnið ekki komist. Um þetta rit, Prédikarann, langar mig til að fræða lesendur Skírnis lítið eitt, og geri eg það í þeirri von, að það mætti stuðla til þess að koma inn réttari hugmynd- um um rit biblíunnar hjá einhverjum Islendingi. Heitið Prédikarinn er til vor komið úr biblíu- þýðing Lúters. Eftir henni hefir Guðbrandsbiblía án efa aðallega verið þýdd. A hebresku nefnist ritið Qohelet, og eru menn ekki með öllu á eitt sáttir um, hvernig það orð beri að skilja. Það er dregið af hebreska orðinu qahal, söfnuður. En orðið »qohelet« er kvenkvns og merk- ir því eiginlega: sú sem safnar saman. Sennilega merkir kvenkyns-mynd orðsins starfið eða embættið. Og þaðan færist það yfir á þann, er starfinu gegnir. A sama hátt er að sögn »kalífat« notað í arabísku þar, sem vér mund- um segja »kalífi«. Embættisheitið notað um manninn, sem því gegnir. Qohelet merkir þá safnaðarstjóri eða eitt- hvað því líkt — táknar mann, er safnar fólki kringum sig, til þess að hlýða á kenning sína. Og tilgangur rits- ins hlýtur þá að vera sá, að birta mönnum lífsskoðun höfundarins. Ritið er þvi heimspekilegs efnis. I því er rætt um afstöðu mannsins við heiminn, þarfir hans og lang- anir, hver tök séu á að fullnægja þeim og hvert alt horfi fyrir honum að lokum. Jobsbók fer að nokkuru leyti í sömu átt. En þar sem höfundur Jobsbókar grípur til skáldlegs háfleygis, til þess að gera efni sitt sem hug- næmast, þá beitir Prédikarinn jafnan kaldri skynseminni, þvi að augu hans eru opin fyrir annmörkum lífsins. Hann spyr, og hann svarar sér sjálfur. Og svarið sækir hann í viðburði lífsins og revnslu sjálfs sín.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.