Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1908, Qupperneq 45

Skírnir - 01.01.1908, Qupperneq 45
Prédikarinn og bölsýni hans. 45 Hvarer hið guðlega réttlæti? Hinn höfundurinn, Prédik- arinn, starir á það hvössum sjónum, hve alt í heiminum sé fánýtt og fallvalt, og orðtak hans er hið alkunna, að alt sé aumasti hégómi. Hann fer jafnvel svo langt, að hann telur ótímaburðinn sælan, sem aldrei fái að líta sól- arljósið. öllu lengra fær bölsýnið ekki komist. Um þetta rit, Prédikarann, langar mig til að fræða lesendur Skírnis lítið eitt, og geri eg það í þeirri von, að það mætti stuðla til þess að koma inn réttari hugmynd- um um rit biblíunnar hjá einhverjum Islendingi. Heitið Prédikarinn er til vor komið úr biblíu- þýðing Lúters. Eftir henni hefir Guðbrandsbiblía án efa aðallega verið þýdd. A hebresku nefnist ritið Qohelet, og eru menn ekki með öllu á eitt sáttir um, hvernig það orð beri að skilja. Það er dregið af hebreska orðinu qahal, söfnuður. En orðið »qohelet« er kvenkvns og merk- ir því eiginlega: sú sem safnar saman. Sennilega merkir kvenkyns-mynd orðsins starfið eða embættið. Og þaðan færist það yfir á þann, er starfinu gegnir. A sama hátt er að sögn »kalífat« notað í arabísku þar, sem vér mund- um segja »kalífi«. Embættisheitið notað um manninn, sem því gegnir. Qohelet merkir þá safnaðarstjóri eða eitt- hvað því líkt — táknar mann, er safnar fólki kringum sig, til þess að hlýða á kenning sína. Og tilgangur rits- ins hlýtur þá að vera sá, að birta mönnum lífsskoðun höfundarins. Ritið er þvi heimspekilegs efnis. I því er rætt um afstöðu mannsins við heiminn, þarfir hans og lang- anir, hver tök séu á að fullnægja þeim og hvert alt horfi fyrir honum að lokum. Jobsbók fer að nokkuru leyti í sömu átt. En þar sem höfundur Jobsbókar grípur til skáldlegs háfleygis, til þess að gera efni sitt sem hug- næmast, þá beitir Prédikarinn jafnan kaldri skynseminni, þvi að augu hans eru opin fyrir annmörkum lífsins. Hann spyr, og hann svarar sér sjálfur. Og svarið sækir hann í viðburði lífsins og revnslu sjálfs sín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.