Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 47

Skírnir - 01.01.1908, Page 47
Prédikarinn og bölsýni lians. 4T arinn er býsna harðorður um valdhafann (sjá 4,13; 9,17p 10,5 n.). Hann kvarfar um, að valdhafinn setji heimska menn í háu stöðurnar, en göfugmennin sitji í niðurlæg- ingu, og sín reynsla sé sú, að þrælarnir séu ríðandi á- hestum, en hinir sönnu höfðingjar fótgangandi eins og þrælar. Hann |talar um að kúgun viðgangist og hinir snauðu séu undirokaðir og réttleysi ríki (3,16; 4,1; 5,7 o. fl.). Sjálfa einvaldsstjórnina telur hann harðstjórn (8,4) og enga blessun þegnunum (8,9; 10,4). Ef Salómó hefir ritað slíkt, þá hefir hann verið öðru visi en aðrir konung- ar. Því að ekki munu dæmi þess, að konungar tali svo um ríkisstjórn sjálfra sín. Og hvers vegna hefði Salómó átt að fara að kvarta yfir slíku í ritlingi, í stað þess að taka sjálfur í taumana? Hann var af samtíðarmönnum sínum talinn allra manna vitrastur, og liann. var einvald- ur og auðugur konungur; hefði hann alið slíkar tilfinn- ingar í brjósti sem Prédikarinn, og hefði ástandið verið slíkt á hans dögum, mundi hann þá ekki sjálfur hafa reynt að ráða bót á þessu ? Auk þess bendir ritið til þess, að kon- ungur landsins hafi veriö í bernsku, þá er ritið er samið, og makráðir sælkerar ráðið mestu um stjórn landsins. »Vei þér, land, sem hefir dreng að konungi og höfð- ingjar þínir setjast að áti að morgni dags«, segir höf. (10,16); og litlu síðar gefur hann þetta heilræði: »For- mæl ekki konunginum, jafnvel ekki í huga þínum, og formæl ekki ríkum manni í svefnherbergjum þínum; því að fuglar loftsins kynnu að bera burt hljóðið og hinir vængjuðu að hafa orðin eftir« (10,20). Saga er og sögð á einum stað í ritinu (9,14—16) og lýs- ir hún alt öðru en góðvild til konungsins, og með auð- sælegri lítilsvirðingu talar höf. um »óp valdhafans meðal heimskingjanna«. Við þetta bætist enn annað, sem tekur af öll tvímæli. M á 1 i ð, sem Prédikarinn notar, er ekki hið sama og það, er notað var á gullöld Hebrea. Það er alt annar keimur að því en t. d. máli spámannanna. Eigi að eins er fult þar af nýjum orðum, sem eigi voru þá til í málinu, og:

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.