Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 48

Skírnir - 01.01.1908, Page 48
48 Prédikarinn og bölsýni hans. sum eldri orðin hafa fengið breytta merkingu, heldur er og orðmyndun og setningaskipun að miklu leyti önnur. Og þessi ritháttur Prédikarans er i nánu samræmi við þau rit gamla testamentisins, setn síðast eru rituð (um og eftir 200 f. Kr.) og önnur gyðingleg rit síðustu aldanna fyrir Krists burð. Sumstaðar koma fyrir aramísk orð, en svo var sú tunga nefnd, sem töluð var á Grvðingalandi á Krists dögum. Þetta sýnir ljóslega, að Salómó g et u r ekki verið höfundur ritsins. Ekki er auðvelt að gera þeim mönnum þetta skiljan- legt, sem lesa ekki ritið á frummálinu. En eitt dæmi skal eg þó benda á til skýringar. I hebresku eru tvær tnyndir á fornafni fyrstu persónu í eintölu, önnur •eldri, hin yngri, líkt og ek og eg (eða ég) í íslenzku. Eldri myndin er anókí, en hin yngri aní. I gullaldarmáli Hebrea er myndin anókí (— ek) nær því eingöngu notuð, en í nýhebreskunni, sem rituð var síðustu aldirnar fyrir Krists burð, er hin myndin (aní = eg) vanalegust. Nú er það harla einkennilegt, að i Prédikaranum er eldri myndin (anókí) aldrei höfð, en yngri myndin (aní) 29 sinn- um. Mörg slík dæmi mætti nefna. Að eigna Salómó Prédikai’ann, væri -því í raun og veru jafn-fráleitt og eigna Snorra Sturlusyni einhverja af sögum Gests Páls- sonar, þar sem hver lína ber vitni um mál 19. aldarinnar, og fornmyndir íslenzku orðanna (t. d. ek) koma aldrei fyrir. Sumir fræðimenn halda því og fram, að grískra áhrifa kenni í máli Prédikarans; og ekki fæ eg betur séð en að þeir hafi mikið til síns máls. Og sú ætlun þeii’ra styrk- ist við það, að sumar þær skoðanii’, sem koma fram í ritinu, virðast beinlínis runnar frá grísku heimspekinni. En fyrir slíkum áhrifum urðu Hebrear ekki fyr en eftir -daga Alexanders mikla (f 323 f. Kr.). Er þvi auðsætt, að það rit, sem slík roerki ber, getur ekki verið eftir Salómó. Jafn-fráleitt er að halda slíku fram og að eigna Snorra Sturlusyni eitthvert íslenzkt rit síðari tíma, þar sem dönsku- slettur væru innan um, og t. d. haldið fram kenningum

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.