Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 77

Skírnir - 01.01.1908, Page 77
Ritdómar. RÍKISRÉTTINDi ÍSLANDS. Skjöl og skrif. Safnað hafa og samið JÓN ÞORKELSSON og EINAR ARNÓRSSON. Hvaö sem á milli kanu að bera iini rit það, er hór getur, þá munu allir verða á eitt sattir um nauðsyn þess. Þeir tímar fara nú í hönd, er gera skal upp á milli Islands og Danmerkur og stofna til n/rrar sáttmálsgerðar um afstöðu íslendinga til alríkis- stjórnarinnar dönsku. Þegar um slíka viðburði eða stórtíðindi er að ræða, þykir jafnan vel hlyða að skygnast aftur í tímann og leita vandlega í fórum sínum að öllum þeim gögnum, er skýra rnegi málið til hlítar, og er sízt vanþörf á slíkri athugun, er um er að ræða fornt ágreiningsmál. Svo hefir enskur sagnameistari alkunnur, J. R. Seeley, kent, að sagan væri skóli stjórnmálaspekinganna, og er það róttmæli. Sá er fjalla slcal um núti'ma- og framtíðarmál þjóðarinnar verður aðj athuga kostgæfilega fortíðarmál hennar, og er þá sízt hætt við að úr sveigi réttu horfi. Frá því er stjórnmálabarátta hófst hér á landi um miðja 19. öld og fram á þenna dag, hafa íslendingar jafnan skírskotað til fornra landsróttinda sinna og heitið hver á annati að vikja eigi frá þeim á nokkurn hátt. Hyggjum vór þó sanni næst, að öllum þorra manna hafi verið lítt kunnugt um þessi landsrétt- indi, á hverjum skjölum og skilríkjum þau bygðust, eða hversu þeim hafi reitt at’ í ólgusjó erlendrar ágengni á umliðnum öldum, og er slíkt eigi tiltökumál, því skjölin hafa komið fram smám saman og aldrei í hendur almenningi. Hór er í fyrsta skifti öllum gögnum og skilríkjum þessa máls saftiað saman í eina heild, og bókin er svo ód/r, að engum manni ætti að vera um megn að eignast h&na. Teljum vér því höfunda og útgefanda hafa unnið þjóð vorri eitt hið þarfasta verk með riti þessu. Höfundarnir halda sór aðallega við tímabilið 1262—1662, »af þeirri ástæðu«, segja þeir í formálanum, »að allar þær breytingar,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.