Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 23

Skírnir - 01.12.1908, Page 23
Ofát. 311 að taka enda. Loksins kom síðasta kerran og var hún sú 107. — hundraðasta og sjöunda — í röðinni. Þegar hann fór svo betur að athuga reikninginn, varð hann að viður- kenna, að í 44 kerrunum hefði verið alls konar matvæli •og áfengisdrykkír, sem hann þurfti ekki á að halda í raun •og veru. Það var alt um of og honum til heilsuspillis fremur en bóta, og honum taldist svo til, að öll þessi vagnhlöss með öllum óþarfanum mundi hafa kostað sig um sjö þúsund pund sterling eða 127,000 krónur. Þessi Englendingur er ekki eins dæmi, sumir menn ljúka enn meiru1). Þegar talað er um að menn deyi af ofáti, og það svo dags-daglega eins og ensku læknarnir, sem eg áður g-at um, halda fram, þá má ekki skilja það bókstaflega svo, sem menn éti sig í spreng. Sem betur fer, mun það vera fáheyrt; en sannleikurinn er sá, að í daglegu tali er það ekki kallað svo, að menn deyi af ofáti, þó að svo sé í raun réttri, heldur er sagt, að dauðameinið sé magaveiki, lifrarveiki, nýrnaveiki, hjartveiki o. s. fr. Það þykir bæði »fínna« að kalla það svo, og sumpart er mönnum ekki kunnugt um aðalástæðuna. Ofdrykkjan bakar heiminum ómetanlegt tjón, en ofát engu síður, og margir eru þeir læknar og vísindamenn, sem vilja halda því fram, að ofátið eigi engu minni sök en ofdrykkjan á heilsutjóni mýmargra manna. Ofdrykk- junni er sem sé ofátið oft og einatt samfara, eða réttara sagt, ofátið skapar oft ofdrykkju; en hún fær síðan ein sök á því, sem í raun réttri er eigi síður ofátinu að kenna. Hér við bætist, að ofátið er algengara en ofdrykkjan, og væri því reyndar ástæða til að berjast gegn því með hófsemdarfélögum, eins og reynt er að útrýma ofdrykkju með bindindisfélagsskap. Ofátið er svo algengt, að lítið orð er á því haft og það hneykslar að eins fáa, nema þegar það keyrir fram úr öllu hófi. Flestum mun ofbjóða, þegar þeir lesa um sællífið í Rómaborg á keisaratímunum, um þau firn af ‘) Kussel: Strength and diet. London 1905.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.