Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 41

Skírnir - 01.12.1908, Page 41
Ofát. 329 r kjötinu er eggjahvítan, og því nær ekkert annað en eggja- hvíta. Og sama er um magran íisk. Fiskur og kjöt er að efnasamsetningi nær því eins. Brauð og kornmatur með góðu viðmeti, smjöri, floti eða tólg, mjólk og mjólkurmatur, skyr og grautar, þetta eru alt hinir hollustu réttir, og eiga að vera aðalfæða vor íslendinga. Kjötið og flskurinn eiga að vera oss til smekk- bætis og búdrýginda, en ekki aðal-undirstöðumaturinn, eins og margir hafa viljað halda. Annars væri á margt að minnast, ef fara ætti út í að tala um mataræði vort Islendinga og verður það að bíða annars tækifæris. Það er margt óholt, setn vér borðum, of mikið af súr- og saltmeti o. s. frv., en það heyrir ekki til efni þessarar greinar að fara frekar út í það. Eg vildi óska, að þessi grein mætti vekja forvitni manna eftir að kynna sér nánara þær bækur, sem eg hefi minst á. Þau málefni, sem þær ræða um og eg hefi lítil- lega drepið á, eru ofarlega á dagskrá um allan mentaðan heim. Staðhættir lands vors hafa það í för með sér, að oss verður aldrei unt að fylgja Hindhede út í æsar, en eigi að síður getum vér hagnýtt oss margt af kenningum hans. STEINGKÍMUR MATTHÍA880N.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.