Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 47

Skírnir - 01.12.1908, Page 47
Kvenréttindahreyfingin í Ameríku. 335. sem voru’ lesin svo skifti tugum þúsunda. Foj’ingjarnir segja sjálfir að ekkert hafi gert málinu annað eins gagm og þessi ferð Grimkesystranna. Þannig di’ógust Vesturheimskonur ósjálfrátt inn í af- skiftin af almennings málum. Og í allri þessari samvinnu- við karlmennina tóku þær fullkomlega sinn skerf af erf- iðinu. Engum gat heldur verið slíkt mál viðkvæmara en einmitt konum. Enginn skildi betur hjai’tasorg mæðranna þegar þær voru teknar frá maani og börnum og seldar á uppboði, eða þegar dætur þeirra, — sem stundum voru líka dætur eða systur húsbóndans, — voru seldar auðug- um ólifnaðar seggjum til stundargamans. En alstaðar ráku þær sig á það að kynferðið meinaði konum að ná sömu mannréttindum sem kai’lmennii’nir höfðu. Það virð- ist ótrúlegt, en er þó satt, að oft voru karlar og konur ger safnaðarræk fyrir að hlusta á fyrirlestra kvenna. Prestarnir prédikuðu móti þeim, og væru þær kosnar i nefnd- ir með karlmönnum neituðu þeir oft að vinna með þeim. Þetta opnaði smámsaman augu kvenna, sýndi þeim nauð- syn þess að fá stöðu sinni breytt, bæði réttarfarslega og st j órnarf arslega. Arið 1840 boðuðu Englendingar til alheimsfundar £ Lundúnum. Þar áttu að mæta fulltrúar frá öllum þræla- frelsisfélögum. Ameríkumönnum var auðvitað boðið að- v jra með. Massachusetts og Pensylvaníuríkin sendu margar konur sem fulltrúa, og þar á meðal Lukretiu Mott og Elizabeth Cady Stanton, sem þá kom fyrsta sinn fram á sjónarsviðið enda varð þessi fundur henni mik- ilsverður. Enskum þrælavinum varð bylt við, þegar þeir fengu að vita, að konur voru sendar sem fulltrúar á fundinn. Og prestarnir frá Arneríku létu ekkert ógert, til þess að æsa menn upp á móti þeim. Það bætti heldur ekki úr skák, að allar konurnar, nema Elízabeth Cady Stanton, var úr frjálslynda kvekaraflokkinum. Menn vildu fá þær til að hætta þegjandi við að koma á fundinn. Lukretia Mott, sem var alkunn fyrir

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.