Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 52

Skírnir - 01.12.1908, Page 52
Tolstoj áttræður! Enginn spámaður, og ekki sjálfur Múhamed, heíir hlotið meiri frægð og orðstír á æíi sinni en Tolstoj, þessi Messías vorra daga, þessi mikla hrópandans rödd hins voðalega Rússaveldis, sem, á líkan hátt og Búdda hinn góði, varpaði frá sér völdum og virðingum, auði og alls- nægtum, tign og tímanlegum gæðum, »gerðist fátækur þótt ríkur væri« og batt félag sitt við ánauðuga aiþýðu- menn, en kendi jafnframt í rituin og ræðum með þeim andans og snildarinnar krafti að allur heimurinn hlýddi til með undrun og lotningu. Hafl nokkur kent »eins og sá er vald heflr« síðan Kristur talaði, er það hann. Og þó heflr aldrei í frá Krists dögum, eða þeirra Esaíasar og Jeremíasar, einrænni og öfgameiri spámaður uppi verið en hann I tímaritinu Open CouH stendur merkileg grein um þetta áttræða stórmenni. Þar segir meðal annars, að í öfgum Tolstojs felist afl hans mest og áhrif; guðmóður hans falli fram sem óstöðvandi móða, sú er hvergi kvísl- ast út, svo alt aflið lendir á einum stað. Hins vegar spyr höf., hvort líklegt sé, að Búdda hefði gerst betlimunkur, hefði hann verið í örbirgð borinn, eða Tolstoj slíkur skó- smiður, hefði hann verið í ánauð alinn. En slíkar spurn- ingar eru ekki veigamiklar. Slíka menn má aldrei meta eða mæla eftir hversdags mælikvarða. En rétt er, að reyna til að gera sér grein fvrir öfgunum. Tolstoj vex upp í landi hinna mestu öfga og lifir hjá þjóð, sem sumpart er ánauðugur villilýður með hálfvegis Austurlanda brag, en sumpart er ofnautnarfólk og harð- stjórnarherrar, gjörspiltir, ofan frá og neðan frá skoðað.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.