Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 76

Skírnir - 01.12.1908, Page 76
ititdómar. 364 sem þetta bindi fœr. Vér efumst ekki um, aS þær verði góðar, í safninu verður vafalaust mikill fróðleikur; og þá skemtun ekki síður. Síra Jónas Jónasson hefir ritað formála, og gerir þar grein nýrrar efnisskiftingar á þjóðlegum fræðum, sem bann ætlar að fara eftir: 1. Manneðlissögur. 2. Náttúrusögur. 3. Viðburðasög- ur eða sögusagnir. 4. Venjur, þjóðsiðir og þjóðtrú. 5. Þjóðkvæði, ýmis konar. Allar þær sögur, sem út eru komnar, eru M a n n e ð 1 i s- s ö g u r. Þær skifiast í eftirfarandi kafla: I. Draumar: berdreymi, draumspár, viðvarana- og bendinga- draumar, samdreymi, draumgöngur. II. Vökuvitranir: sjónir, heyrnir. III. Dulargáfur : skygni, heyrn, forspár. IV. Dularkraftar: áhrínsorð, kyngi og forneskja. V. Aðrar mannverur: huldufólk, tröll, sæbúar. VI. Ahrif frá öðru lífi: svipir, afturgöngur, sendingar. VII. Frá trúarsvæðinu: dómar guðs, ásóknir hins vonda, himna- ríki og helvíti. Skírnir vill mæla hið bezta með þessum sögum. En hins virðist oss rétt að láta getið, að vér fáum ekki séð, að mikill hluti þessa tvíheftis, sem út er komið, sé í raun og veru neinar þ j ó ð- s a g n i r, né komi þjóðtrúnni neitt verulega við. Ef mann dreymir draum, sem með einhverjum hætti reynist nierkilegur, skrifar hann og sendir hann til prentur.ar, þá er frásögnin um hann engin þjóðsaga. Ekki heldur, þó að hann segi haun öðrum manni, og sá maður skrifi drauminn og láti prenta hann. Ekki getur það heldur talist með réttu nein þjóðsaga, þó að vakandi maður verði var einhverrar hvikskynjunar, sjái svip, sjái eða heyri það sem gerist í fjarlægð o. s. frv., og láti þess getið. Slíkar frá- sagnir geta verið mjög merkilegar. Þær eru rannsóknarefni sálar- fræðinga nú á tímuœ. En þær eru ekki fremur þjóðsögur, ei> sérhvað annað, sem fyrir einstaka menn ber. Sæti þeirra á þjóð- sagnabekknum er ekki annað en leifar þeirrar fáfræði-ímyndunar, að frásagnir um dularheims-skynjanir séu eingöngu hjátrúar-hjal fávísrar alþýðu. Þær geta vitaskuld orðið e f n i í þjóðsögur. Þjóðsögur verða þær, þegar þær hafa gengið mann frá manni og skáldskapur þjóð- arinnar hefir ummyndað þær. En ekki heldur fyr.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.