Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 94

Skírnir - 01.12.1908, Side 94
382 ísland árið 1908. Ameríkuferðir hafa engar verið, er teljandi sé, þetta. ár. Þar á móti hafa nokkurir tugir Islendinga vitjað heim til átt- haganna, al-fluttir vestan um haf. Á þessu ári hefir verið gerð leit mikil eftir kolanámum í Dufansdal í Barðastrandars/slu og á Skarðsströnd við Breiðafjörð í landi jarðanna Níps, Tinda og Heiðnabergs; er álit fróðra manna í þeim efnum, að á báðum stöðunum muni vera steinkolanámur, en óvíst enn, hversu aðgengilegar þær séu. B r u n a r hafa orðið miklir á þessu ári. Eru hér taldir flestir þeir stærstu: Um áramótin síðustu brann hús Helga bakara Eiríkssonar í Keflavík. 29. jan. brann verzlunarhús Guðjáns og Hallgríms Hallgrímssona á Hjalteyri við Eyjafjörð. 13. marz brann íbúðarhús N. Nielsens kaupm. á Seyðisfirði, kvenmaður skað- brendist þar og dó nokkuru síðar. 13. apr. brann mestallur bærinn á Yíðivöllum í Skagafirði. 24. júlí brann íbúðarhús í Skarfanesi á Landi. 10. okt. brann bær á Þrasastöðum í Fljótum. 18. október brunnu þrjú hús í Akureyrarkaupstað, Hótel Oddeyri og verzlun- arhus Sigurðar Faundals. 30. nóv. brann smíðahús Antons Jens- sonar á Akureyri. H e i 1 s u f a r. Mislingar komu upp vestur á Snæfellsnesi í fyrra sumar, hafa þeir farið víða um land síðan, en víðast hafa þeir verið vægir. Barnaveiki hefir gengið á þessu ári hingað og þangað um alt Vestur- og Norðurland en verið mjög væg. Kíg- hósti hefir og gengið þetta ár víða um landið. Nokkur mannalátog slysfarir: Fyrir síðustu áramót andaðist Friðrik Gíslason úrsmiður og bæjarfulltrúi á Seyðisfirði. 3. jan. Zophóm'as próf. Halldórsson Viðvík í Skagafirði 62 ára. 5. jan. Júlíus Jörgensen verzlunarm. Reykjavík. 15. jan. Andrjes Bjarnason söðlasm. Beykjavík. 18. jan. Gísli Oddsson frá Lokinhömrum. 14. febr. Guðný Sigmundsdóttir kona Eyjólfs bankastjóra á Seyðisfirði. 25. apr. Pótur Jónsson blikksmiður í Reykjavík.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.