Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1911, Side 4

Skírnir - 01.12.1911, Side 4
308 Um lífshætti álsins. og nefnist því bjartáll1). Augun eru lítil, en stækka að mun. Hann hættir að eta og meltingarfærin skreppa saman. Aftur á móti fara hrogn og svil að stækka, en þó eigi svo, að auðið sé að greina eggin með berum aug- um. í þessu ástandi hveríur hann úr vötnunum og fer til sjávar. Burtför hans úr vötnum fer fram á haustin og fram eftir vetri, í löndum er liggja að Eystrasalti og Norðursjó, en það er órannsakað hvenær hún á sér stað hér á landi; liklegast er það á haustin, þangað til vötn fer að leggja. Flest af því, sem nú hefir verið skýrt frá, hafa menn vitað um langan aldur, o: menn hafa verið vel kunnugir lífsháttum álsins í ósöltu vatni. En eftir það að hann er kominn i sjóinn fyrir fult og alt, hafa menn ekkert um hann vitað að því einu undanteknu, að veitt hefir verið á haustin mikið af bjartál með ströndum Svíþjóðar og Danmerkur. Ferð álsins úr vötnunum hefir því verið í tvöfaldri merkingu ferð út í myrkrið, út í myrkur hafs- djúpsins og myrkur ókunnugleikans Það er fyrst á sein- ustu þrem áratugum, að menn hafa fengið nokkra vitn- eskju um álinn í sjó, eins og síðar mun verða vikið að. 3. Fjölgun álsins. Það hefir reynst erfitt atriði til rannsókna og gengið seint að fá þekkingu á því, hvernig háttað er um fjölgun álsins, enda þótt hann sé einn af þeim fiskum, er auð- veldast er að ná í og hafa í haldi meðan hann er í vötn- um, og verður það vel skiljanlegt, þegar menn vita, hvernig í öllu liggur. Skoðanir eldri tíma. Þó að állinn hafi verið þektur og veiddur frá ómunatíð, þá höfðu hvorki alþýðumenn né vísindamenn neina þekkingu á fjölgun hans. Skoðun alþýðu (að svo miklu leyti sem alþýða hafði myndað sér nokkura skoðun á þessu) til sveita, þar sem menn verða *) Nafnið kemur fyrir i Ferðabók Eggerts, en eigi sést þar glögt, hvort það eigi við silfurlitan ál.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.