Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1911, Síða 20

Skírnir - 01.12.1911, Síða 20
324 Tungan. ur að sú mynd hennar geti fullnægt þjóðinni, og hverri þjóð sem væri, um aldur og ævi, á öllum menningarstig- um; 'að taka upp nýjar orðmyndir eða setningar, sé að saurga heigidóm þjóðernis vors, og spilla honum. Aðrir vilja taka orðin af tungu vorrar kynslóðar, rita alt eins og vér nú tölum, og slá þeirri mynd tungunnar fastri um aldur og ævi. Enn aðrir telja tunguna ófullkomna og ónóga til þess, að tákna menningarhugmyndir nútímans, telja hana haft á mannsandanum, er hindri hann frá að tileinka sér nýjar menningarhugmyndir, en geri hann forneskjulegan, að sínu leyti eins og þjóðbúningur; því sé bezt að leggja hvorttveggja niður, og semja sig í því sem öðru að háttum menningarþjóðanna. Og loks eru þeir, sem öllu þessu taka með ró og vilja láta tímann og komandi kynslóðir hafa frjálsar hendur í þessu sem öðru, og engin skilyrði setja, því enginn viti hvað ókomni tím- inn geymi í skauti sínu, og hann muni fara sínu fram. Þessar ólíku skoðanir, og allar þær miðlunarskoðanir sem þar eru á milli, sýna það, að menn hafa ekki bygt umræðurnar á þeim grundvallarsannindum, er séu svo auðsæ og yfirgripsmikil, að allir hugsandi menn hljóti að verða sammála um þau. Allar hafa þessar skoðanir eitt- hvert sannleiksbrot í sér fólgið, en þau brot eru ósam- nefnd. Samnefnara, er þau öll gangi upp í, virðast menn ekki hafa fundið, eða ekki leitað hans, og það er þó að- alatriðið í hverju máli. Allar deilur manna um málefni ættu að vera leitun að samnefnara þeirra sannleiksbrota, sem mennirnir, kynslóðirnar, hafa tínt saman á göngu sinni um lífið. — Hvernig getum vér nú fundið samnefnara þeirra sann- leiksbrota, sem fram hafa verið færð í þessu máli, og raunar hvaða máli sem er? Eg hygg að það verði með þvi, að heimfæra málefnin undir þau meginlögmál lífsins og tilverunnar yfir höfuð, sem alt það, er vér skynjum og skiljum, verður að hlýða, og hlýðir, hvort sem vér viljum eða ekki. Og á því stigi sem vér nú erum, menn- irnir, þekkjum vér ekkert lögmál jafn yfirgripsmikið, sem

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.