Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1911, Side 25

Skírnir - 01.12.1911, Side 25
Tungan. 329 veitt og oss ber að varðveita. Ræktarhugur vor til forn- tungunnar verður að vera sama eðlis og ræktarhugur vor til forfeðranna og foreldris vors. Eins og vér hvorki get- um vakið forfeður vora til nýs lífs, né heldur hindrað dauða foreldris vors, eða sjálfir verið hið sama og þeir, eins getum vér ekki heldur kallað forntunguna til nýs lífs, hversu fegnir sem vér vildum. Vér myndum ekki einu sinni skilja hana, ef vér nú heyrðum forfeður vora tala hana, eins og þeir töluðu hana á »gullöldinni«. Og eins og oss nú mundi þykja ólíft við alla háttu gullaldar- feðranna, og ekki geta komið oss saman við þá um nokkurn hlut í daglegu lííi og umgengni, eins mundi tunga þeirra verða oss með öllu ófullnægjandi. En þó er ættarbragðið enn í dag hið sama. Það er samgróið eðli voru, það er oss hjartfólgið, og það eigum vér að varðveita, auðga og fegra; það er arfleifð, sem oss er fengin til þess að ávaxta og starfa með, en ekki til þess, að færa til fornrar og dauðrar líkingar, eða sníða eftir sálarlífi og hugsunarhætti löngu dauðra kynslóða, er lifðu við gagnólík kjör, skipu- lag, atvinnukjör og lífsskoðun því, er vér nú lifum við,— Slíkt væri líkt og ef sá, er tekið hefði við föðurleifð sinui,. ekki tímdi að rækta hana eftir nútíma reglum og þekk- ingu, ekki tímdi að slétta, ryðja og girða túnið, vegna þess, að hún fengi annan svip og útlit, vegna þess, að gömlu bernsku leiksviðin í grasgrónum tóftum og skorn- ingum, með viltu fjallblómaskrúði, yrðu að hverfa og breytast í sléttan völl, vaxinn úrvals töðugresi. Vér skilj- um að vísu vel söknuð mannsins og viðkvæmni gagnvart æskuminningunum, og finnum til samhygðar með honum, en eigi að síður mundum vér brosa að honum, ef hann léti þetta hindra sig frá, að gera þær umbætur, er tíminn og lifnaðarbættir vorir nú krefjast. Því vér vitum, að hans bernskuminningar deyja og hverfa með honum, en aðrar nýjar bernskuminningar nýrra kynslóða, barna hans og afkomenda, taka við, og eru jafnréttmætar og rétthá- ar, þótt þær séu bundnar við nýtt ástand og nýtt útlit föðurleifðarinnar. Það sem vér því eigum að læra af

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.