Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 32

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 32
336 Úr hliðinni yfir mónum. Það er haust. Laufið á birkinu er gult og laust. Blærinn andar; laufið fellur unnvörpum til jarðar. Þrösturinn er hættur að Syngja og lyfta sér á grein- unum. Þó situr hann ekki kyr; hann skýst milli runna með miklum hraða, þegjandi, skríðandi með jörðu. Hví situr hann ekki kyr? Er þrá hans enn þá lif- andi og rík — eins og mín eigin þrá? Eða hví syngur hann eigi og lyftir sér? Hafa fylgj- ur vetrarins náð tökum á taugum hans — eins og mínum eigin taugum?-------- Getur verið. Þó er veðrið gott; hlýr sunnanblær og sólskinsblettir í hlíðum. Loftið er skýjað og skýin rekin saman .í þétta flóka, sem eru dökkgráir í miðju, en Ijósir utar með gulum jöðrum — þar sem sólin skín. FJókarnir verða æ þéttari og dekkri, því norðar sem dregur á himininn. Norður yfir hafinu er samfeld, dimmgrá skýjabreiða og niður við sjó- inn eimur líkur reyk úr hálfkuinuðum glæðum.-----------— Eg sit í hlíðinni og horfi á laufið, sem er að detta. — Eg horfi heim að bænum. Túnið er enn þá lítið; bær- inn lágur; fólkið steypt í sama móti. Og eg spyr sjálfan mig, til hvers eg hafi lifað. Þá kemur þú heiman að, létt, eins og fugl á vori. Þú kemur og syngur. — Hvað eg elskaði þig.------------- Þú sest niður og leggur vangann á handlegg minn. Svo lítur þú upp; snýr þér; horfir brosandi í augu mér. Og eg gleymi haustinu; gleymi því að eg er tekinn að eldast. Við stöndum á fætur og göngum með fögnuði niður hlíðina. En niðri á mónum eru þrír menn að skjóta rjúpur. Einn þeirra er miðaldra maður; meðallagi hár; grann- vaxinn; léttilegur á velli. Hann hleypur við fót, boginn af áfergju eftir því að vera fyrstur; boginn í hnjám, bog- inn í lendum, boginn í hálsi — eins og hann teygi höfuðið eftir því, sem fyrir framan er. Vinstri hendinni heldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.