Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1911, Síða 35

Skírnir - 01.12.1911, Síða 35
Listin að lengja lifið. Fyrirlestur lialdinn á Akureyri, af Steingrími Matthíassyni. Skrifað stendur, að Metúsalem hafi orðið 969 ára gam- all. Og ýmsir aðrir af öldungum Júða urðu ævagamlir, eftir því sem ritningin segir. Eg skal nú ekki fara að deila um það við rétt-trúaða menn, hvað hæft sé í þessu. En setjum svo að einhver karl kæmi sunnan úr löndum, gamall á grönum að sjá, og segðist vera á 969. árinu, þá mundum við strax dussa við og segja honum að sækja seðilinn sinn. Og þó hann nú kæmi með skirnarseðil á gömlu kálfsfelli undirskrifaðan — segjum af síra Þang brandi Vilbaldrssyni, þegar hann var prestur á Saxlandi (það mundi iáta nærri), — þá býst eg við að jafnvel rétt- trúaðir prestar mundu viðhafa þá »hærri krítík« og dæma seðilinn harla vafasaman. A miðöldunum voru menn yfir- leitt rétt-trúaðri en nú á dögum, og þá kom það oftar en einu sinni fyrir, að gamlir karlar ferðuðust land úr landi, sýndu sig fyrir peninga, sögðust vera mörg hundruð ára gamlir og hafa lifað ýmsa merkilega sögulega við- burði. Þessu trúði fólk þá og streymdi að þeim, svo þeir urðu stórríkir. — Það er annars ekki langt síðan að sumir trúðu því, að »gyðingurinn gangandi« væri enn á lífi, sem hefði verið viðstaddur krossfesting Krists, en af sífeldu rölti væri hann nú orðinn genginn upp að knjám. Það er nokkurn veginn áreiðanleg vissa fyrir, að maður hafi orðið 185 ára gamall1), og þar mun mega telja takmark þess aldurs sem menn vlta hæstan. Vanalega P Eg hefi þetta eftir Review of Reviews oct. 1910, hls. 360. 22*

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.