Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1911, Síða 36

Skírnir - 01.12.1911, Síða 36
340 Listin að lengja lífið. aldurstakmarkið mun vera 90—100 ára aldurinn fyrir heilbrigðar manneskjur. — Jafnvel þótt engir sjúkdómar ásæki menn, kemur ellin smátt og smátt á sínum venju- lega tíma, og þegar níræðisaldurinn færist yfir, þá er leitun á þeim öldungum, sem ekki láta ellina koma sér á kné. — Hinn frægi bakteríufræðingur Eli Metschnikoff (einn af þeim ódauðlegu, sem unnið hafa Nóbelsverðlaunin) held- ur þvi fram, að ellin sé sjúkdómur, sem reyndar verði ekki fyllilega komið í veg fyrir, en sem sennilega megi tefja fyrir að ásæki menn. Hann álítur að flestir eldist og deyi löngu fyrir tím- ann, og að í framtíðinni muni mega takast að lengja líf manna að miklum mun. Það er skoðun Metschnikoffs að bakteríur þær, sem miljónum saman úir og grúir af í meltingarfærunum, einkum neðri hluta garnanna, eigi sök á þeim sjúkdómi, sem vér köllum elli eða ellihrumleik, og þeim sé það að kenna að menn deyi alt of snemma. Hann segir að í görnum heilbrigðra manna sé sá aragrúi af bakteríum, að þriðjungur saurindanna (ef þau eru þurkuð) sé bakteríur. í öllum meltingarsjúkdómum eykst þessi bakteriu-urmull um helming eða meira. Bakt- eriunum fylgja vanalega toxín eða eiturefni, mismunandi hættuleg líkamanum ef þau komast í blóðið. Fyrst verk- ar eitrið á garnirnar sjálfar, veiklar þær, veldur vind- gangi, stundum garnabólgu, og niðurgangi, en stundum koma sár á slímhúðina, og geta þá bakteríurnar komist út um líkamann í hin og þessi líffæri, sem þá veiklast eða jafnvel gjöreyðast. Þannig getur lifrarveiki átt upp- tök sín, gallblöðruveiki, botnlangabólga, blöðrubólga, líf- himnubólga o. fi. Vanalega verkar bakteriueitrið smátt og smátt á blóð- ið og þar með allan líkamann. Líkaminn hrörnar og elli- mörkin koma í ljós. Nú heldur Metschnikoff, að ef það gæti tekist að út- rýma bakteríumergðinni úr görnunum, og koma í veg

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.