Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1911, Síða 38

Skírnir - 01.12.1911, Síða 38
342 Listin að lengja lifið. áður gat um, er yoghurt ekki ólíkt á bragðið skyrinu hjá okkur. Hvort bakteríurnar í skyrinu séu iíks eðlis og yoghurt-bakteríurnar, skal eg láta ósagt, en ekki er ósenni- legt að svo sé. Allir þekkjum vér skyrið íslenzka að góðu einu og má vera að vér ísiendingar gætum lengt líf vort um nokkur ár með því að leggja meiri áherzlu á skyrátið. Spekingar miðaldanna trúðu því að til væri það undra- lyf, sem gæti læknað alla sjúkdóma. og lengt lífið til ei- lífðar, og þeir trúðu því einnig, að þetta meðal mundi þar að auki geta uppfylt þá ósk, sem þá var svo almenn, að breyta ódýrum málmum í gull. Mestu vitmenn þeirra tíma eins og t. d. Roger Bacon trúðu þessu, hvað þá heldur allur sægurinn af gullgjörðarmönnum; og allir keptust um að finna lífsins elixír eða spekinnar stein. — Ekki vantaði að bruggaðir væru elixírar, sem hver átti að taka öðrum fram, og oft lét fólk ginnast á slíkum lyfjum. Slungnir kaupmenn og prangarar urðu stundum stór- ríkir, því margir vildu kaupa heilbrigði og langlífi sér og böi num sínum; og oft lét fólk fremur glæpast á að kaupa glösin, ef verðið var nógu ósvífið. Sérstaklega bar mikið á þessum undralyfsölum, þegar drepsótt var að ganga, eins og t. d. bólan eða pestin (svarti dauði), þvi oft var þörf, en þá var nauðsyn. Það er óþarfi að geta þess að enginn lífselixírinn skaraði neitt fram úr hvorki Brama né Eínalífselixír. Þó margir hafi lagst djúpt og spreytt sig á þvi alt fram á vora daga, þá hefir engum tekist að brugga neinn óyggjandi lífselixír. Síðasta undralyfið er yoghurt. Það hefir vakið mikla eftirtekt af því jafnmerkur maður og Metschnikoff hefir gefið þvi meðmæli sín. Þáð hefir *) flogið út og verið selt *) í lyfjabnðum fást yoghurt-Iyfkökur til að setja i mjólk, og breytist hún þá og verður að yoghurt.

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.