Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1911, Síða 45

Skírnir - 01.12.1911, Síða 45
Listin að lengja lifið. 349 svo mikið loftrými sé i herbergjum að um 200 loftfet komi á hvern sjúkling. I barnaskólum er vanalega látið nægja að 90—100 loftfet komi á hvert barn, minna þykir varla boðlegt. Þessu til skýringar má geta þess að víða í kaupstöðum hér á landi lifa, fjölskyldur — 5—8 manns — í einni herbergiskytru sem að eins rúmar 200 loftfet — 8 manneskjur eiga með öðrum orðum að lifa á sama lofti og annars er ætlað einum sjúklingi. Ef nú helming- urinn eða fleiri veikjast, þá er þetta dágóður spítali eða hitt heldur. I svona húsakynnum er krangfeldni mest. Hér þarf heilbrigðislöggjöfin að láta til sín taka, og von- andi verður það í framtíðinni hér eins og þegar er orðið sumstaðar erlendis í stórbæjum. Hreint loft er fyrir öllu öðru. Hreint loft er fyrsta heilræðið. 2. heilrœði: Sólslcin. »Þar sem sólin ekki kemur, þar kemur læknirinn*, segir útlent máltæki og heflr mikið til síns máls. Það er líka gömul saga, að fjandinn og alt ilt elski myrkrið og eigi þar heima. Við þekkjum öll hvað sólskinið fjörgar og hressir, eins okkur sem flugurnar og fiðrildin. Og mennirnir lofsyngja líka sólina engu síður en söngfugl- arnir. Þær kvæðabækur munu vera teljandi sem ekki láta sólarinnar að góðu getið. Menn hafa tilbeðið sólina og það að maklegleikum fremur en önnur heimsk skurð- goð. Reyndar er sólin sumstaðar svo heit og björt, að hún ekki einungis svæfir og deyfir, heldur jafnvel brenn- ir og tortímir lífiuu, en þessa gætir ekki hjá okkur norð- urlandabúum. Við höfum ekki nema gott að segja af sólinni. Hjá okkur er hún ekki skaðleg öðrum kvikind- um, en þeim, sem okkur má einu gilda um, nfl. bakter- íunum, ef kvikindi skyldi kalla. Miljónir af bakteríum láta líf sitt ef sólin hellir geislum sínum yfir þær dálitla stund. Sólin sótthreinsar með öðrum orðum á við hin megnustu sóttvarnarlyf. Síðan mennirnir fóru að búa í húsum, hafa þeir farið

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.