Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 50

Skírnir - 01.12.1911, Page 50
S54 Listin að lengja lífið. sama gagn í líkamanum. Hvorttveggja er gott eldsneyti, og af báðum getur líkaminn fitnað og myndað sér elds- neytisforða, sem grípa má til þegar næringin er ónóg. Til skamms tíma hefir læknum og efnafræðingum komið saman um, að heilbrigður starfandi maður þyrfti daglega: 120 grömm afalbúmíni(samsvararnæstum lpd.afkjöti). 50 — - fitu. 500 — - stívelsi og sykri (kolvetni). Á seinni árum hafa ýmsir vísindamenn fært mjög senni- leg rök að því, að líkaminn þurfi ekki nærri eins mikið albúmín og þarna er tiltekið, enda sýnir reynslan, að þar sem menn eiga ekki völ á svo miklu albúmíni, þrífast þeir vel og jafnvel betur enn aðrir. — Það er sannreynt, að mikið fisk- og kjötát er líkamanum skaðlegt, og þess vegna ástæða til að takraarka það.1) Sú skoðun er því að ryðja sér til rúms, að hollast sé að albúmínið nái að eins tveim þriðjungum þess, sem áður var talið uauðsvn- legt, eða um 80—90 grömmum, en þá skuli aftur neyta í þess stað meira af fitu og kolvetni. Krydds getum við ekki alveg verið án, sérstaklega er saltið holt, því auk þess sem það eins ogannað krydd örvar bragðtaugarnar og vekur matarlyst, er það um leið nærandi — (það samanstendur af klór og natríum). Hollusta matarins er nú mikið komin undir matreiðsl- unni, hvernig ýmsum réttum er blandað saman, hvernig maturinn er steiktur, soðinn o. s. frv. Það yrði of langt mál að rökræða þetta hér, og verða menn að lesa um það í matreiðslubókum.2) Matinn má ekki krydda of mikið. Þá verður hann óhollur. Sultur er bezta kryddið, ef ekki keyrir fram úr hófi. Og hollust er fábreytt fæða. ----------- % ‘) Um þetta efni hefi eg skrifað itarlegar i Skírni 1908. i grein um „Ofát“. 2) Góð bók til leiðbeiningar i tilreiðslu matar og öðrn þessu að- lútandi er „Matur og drykkur11 eftir Chr. Jiirgensen dr. med., sem frú Björg Blöndal hefir þýtt.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.