Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 57

Skírnir - 01.12.1911, Page 57
Ur austri og vestri. (Sögubrot) eftir Sigurjón Friðjónsson. Þegar eg minnist Gríms á Barði, eru það augun, sem jafnan koma fyrst fram í huga mínum. Þau voru blágrá og góðmannleg, oftast skýr, stundum hvöss, einstaka sinn- um leiftrandi og einkennilega fögur. Svona fjölbreytni kom fram í fari hans í ýmsum grein- um og á ýmsan hátt, en þó einkum í göngulagi. Vana- lega gekk hann hægt, hugsandi, niðurlútur. En stundum gekk hann hratt og bar hátt höfuðið; stundum tók hann spretti og gekk svo löturhægt á milli. í daglegri um- gengni var hann fáorður og fáskiftinn um annara hagi; oftast góðlátlegur, stundum talsvert stuttur í spuna. Vinnufólk sitt lét hann að jafnaði vera sem sjálfráðast; en þegar hann sagði fyrir verkum, gerði hann það ákveð- ið og skýrt. Sjálfur var hann áburðarlaus við vinnu, en hagsýnn, liðvirkur og drjúgur; og lægi eitthvað við, gat hann orðið furðumikill afkastamaður. Grimur hafði byrjað búskap í fátækt, en var orðinn efnaður þegar eg kyntist honum. Var því oft leitað til hans með ýmislegt bónakvabb, eins og siður er í sveitum, enda var hann bóngóður að jafnaði. Þó tók hann mörgum seinlega í fyrstu og gerði menn stundum afturreka, þó hann gæti bætt úr nauðsyn þeirra. A hinn bóginn gerði hann stundum rausnarlega til manna, sem einkis höfðu beðið hann og fátækir voru. Af þessum sökum var það almannarómur, að Grímur væri aðsjáll að eðlisfari, en léti sér stundum »farast vel«.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.