Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1911, Side 58

Skírnir - 01.12.1911, Side 58
362 ÍJr austri og vestri. Grímur átti konu og 4 börn á lífi; 3 voru dáin fyrir allmörgum árum. Eg heyrði gert orð á því, hve lítt hann hefði borist af, þegar fyrsta barnið var jarðað, en að eng- inn hefði séð honum bregða þegar hin börnin voru grafin. Þetta var eitt af mörgu, sem »undarlegt« þótti í fari hans. Ekki vis8Í eg til að hann ætti neina alúðarvini, nema ef telja skyldi sjálfan mig. Eigi svo að skilja, að mönn- um væri kalt til hans, eða honum til annara; eg varð oft var við hið gagnstæða. En hann gaf sig lítið að öðr- um mönnum og það var eins og flestir hefðu í sér ein- hvers konar beig við hann — máske þennan beig, sem stafar af því að vita eigi hvar manninn er að finna, jafnframt óljósum grun um yfirburði. Eg var vinnumaður á Barði nokkur ár. Fyrsta miss- erið töluðum við Grímur sjaldan saman, annað en það, sem að verkum laut. Eftir það fórum við að nálægjast hvor annan. Við töluðum aldrei um þetta; en við fund- um á ýmsum smáatvikum að hvor mátti treysta öðrum, og myndaðist þannig smám saman með okkur vinátta, sem orðið hefir mér haldbetri en flest önnur samúðarbönd. Þó var það ekki fyr en all-löngu síðar, og eftir að eg var kominn burtu frá Barði, að eg lagði fyrir Grím þá spurningu, sem varð til þess að hann sagði mér eftir- fylgjandi sögubrot. Við vorum á ferð, gangandi, einir saman, seint um haust. Veður var austlægt, nærri kyrt; loftið hlýtt en þokufult. Annað slagið hnigu smáir, þéttir regndropar niður á jörðina. Við vorum að tala um sorg. »Hún er stundum eins og þetta veður«, sagði Grimur. »Það verður líklega gott á morgun. Stundum er hún eins og þéttur norðangarður með langsamt skýjafar og kulda í eftirdragi; stundum eins og fellibylur, sem byrjar með helliskúr og endar með logni og heiðum himni«. Þessi orð Gríms höfðu þau áhrif á mig að eg leit til <hans og svaraði ekki. Tal okkar féll niður og við geng- .um þegjandi nokkra stund. »Mig hefir stundum furðað

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.