Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 74

Skírnir - 01.12.1911, Page 74
Ætt Döllu biskupsfrúar. Dr. Björn Magnússon Ólsen prófessor hefir í ritgerð sinni um Landnámu og Laxdæla sögu1) ritað um rugling þann og missagnir, er orðið hafa í heimildarritum sögu vorrar um börn og afkomendur þeirra AuSunar skökuls landnámsmanns á Auðunarstöðum í Víðidal og Önundar trófótar landnámsmanns í Kaldbak á Ströndum. Er börnura þeirra blandað þannig saman, að Asgeir »æSikollur« er jmist nefndur sonur AuSunar2) eða sonur Önundar3) og Þorgrímur hærukollur er sumstaðar taliun sonur AuSunar4 5), en annarstaðar sonur Önundar6). Rugling þenna hefir höf. Grettis sögu viljað leiðrétta á þann hátt, að láta AuSun skökul eiga fyrir kouu ekkju Önundar trófótar, er hann nefnir Þórdísi Þorgrímsdóttur frá Núpi í Miðfirði6) og segir, að sonur þeirra hafi veriS Þorgrímur hærukollur, en sonur hennar og AuSunar Ásgeir »at Ásgeirsá«7), er hann nefnir á öðrum stað »æðikoll«8). Dr. Guðbrandur Vigfússon vildi helzt hallast að þeirri skoðun, að þeir Þorgrímur og Ásgeir »æðikollur«, sem hann heldur að só ') Árh. f. nord. Old. og Hist. 1908, bls. 211—221, sbr. 232. 2) Laxd.3 140, Fms. II, 23, Flat. I, 309, Biskupaættir (ísl.11, 357, Sturl.2 II, 498), sbr. Fms. III, 199, Flat. I, 416. í registri við Landnámu (Kh. 1843, bls. 396, og Kh. 1900, bls. 328) er Ásgeir „æðikollur11 „at Ásgeirsá11 talinn sonur Auðunar skökuls. s) Hb. 52, Stb. 176, sbr. ísl.2 I, 157. 4) Laxd.s 140, Fms. II, 23 og Bisk.ætt. 5) Hb. 52. Stb. 176, sbr. ísl.2 I, 157, Grt.s 26. 6) Kona Önundar var Æsa Ófeigsdóttir, Einarssonar, Ölvissonar barnakarls (Grt.8 25, sbr. 6, 8—9), og mun hún bafa verið móðir barna hans, þvi að alt er mjög óvist um þessa Þórdísi, sbr. Árb. f. nord. Old. og Hist. 1908, bls. 212—214, sbr. 232. 7) Grt.3 26—27. 8) s. r. 101.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.