Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 78

Skírnir - 01.12.1911, Page 78
382 Ætt Döllu biskupsfrúar. ur þessa um leið og hún segir frá andláti ^Þorkels. VirSast orðin, aS Þorvaldur hafi g e r s t höfSingi mikill, benda á það, að þá hafi hann fyrst tekiS við mannaforráðum, og búferlaflutningurinn í Vatns- dal bendir til þess, að það hafi einmitt verið Vatnsdælagoðorð, er hann hafi gerst höfðingi yfir. En ekkert mun vera því til fyrir- stöðu, að liann hafi getað haldið Vatnsdælagoðorði, þótt hann flytti sig aftur búferlum að Asgeirsá, en þar er taliö, að hann byggi, þá er Isleifur Gizurarson bað Döllu dóttur hans1). Kona Þorvalds og móðir Döllu var Kolfintia Galtadóttir, Arn- móðssonar hins skjálga, Þorkelssonar vingnis2). Dalla hefir líklega verið einkabarn Þorvalds, því að það stóð fyrst fyrir ráðahag þeirra ísleifs, að Þorvaldur vildi, að ísleifur róðist noröur þangað. En lítil ástæða virðist hafa verið til þess, ef Þorvaldur hefði átt fleiri börn, sem gátu tekiö við goðoröi hans. En Isleifur var sjálfur goð- orðsmaður og átti staöfestu góða í Skálholti, en hann gat eigi farið með goðorð Þorvalds nema hann flytti sig norður þangað, og hefði þá um leið orðið að láta sitt goðorð af hendi3). Varð ekki úr þess- um ráðahag fyr en Dalla tók sjálf í taumana og kvað þetta eigi fyrir hafa staðið ráðahagnum, ef hún hefði fengið að ráða, því að þá metnaðargirnd hefði hún, að eiga hinn bezta manninn og göfgasta Soninn, er á Islandi mundi fæðast. )>Ekki hafa þín ráð lítið mátt hér til,« svaraði Þorvaldur faðir hennar og lót senda eftir Isleifi4). Hvenær þau ísleifur og Dalla hafa gifst verður eigi séð. Dr. Guðbrandur Vigfússon telur það hafa oröið um 10356), og mun það sönnu nær. Að vísu kallar Grettis saga Þorvald Asgeirsson m á g Isleifs, þá er hún getur um eftirmál Grettis6), og segir, að ísleifur hafi talin Ragneiður, móðir Orms föðnr Þorláks auðga í Hítardal, en ekki er hans getið i sögum, svo eg mnni, og er óvíst, að hann hafi lifað föðnr sinn, eða tekið við mannaforráðum hans. *) Plat. II, 141, sbr. Bisk. I, 54. Hungurvaka (Bisk. I, 61) segir, að Dalla hafi verið „ó r Á s i“ og má vel vera, að það sé réttara, að Þorvaldur hafi alla tið búið í Ási eftir að hann flutti þangað. !) Bisk.ættir (ísl.a I, 360, Sturl.? II, 499), en Mb. 250 segir Kol- finnu Þorgeirsdóttur Galtasonar, en það mun ekki vera rétt, því að þá hefði hún verið systir Styrmis á Asgeirsá, en timans vegna kemur það betur heim, að hún hafi verið föðursystir hans. *) sbr. Grg. I, a. 140, 141—142, II, 278. 4) Flat. II, 141, Bisk. I, 54. *) Safn. 1, 377. 6) Grt»> 291—292.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.