Skírnir - 01.12.1913, Blaðsíða 8
296
Um visindalíf á íslandi.
að hugsa til að stunda slíkt vísindalega, nema maður haíi
aðgang að stórum bókasöfnum, sem gætu fylgt með á
öllum þessum sviðum. Það er rétt með herkjum að það
er hægt að gera það hér i eins auðugu landi og Danmörk
er, og því aðeins, að vísindasöfnin hér hafa komið sér
saman um allnána samvinnu á ýmsum sviðum.
Eg vil ekki neita því, að fyrir geti komið að einhver
stórgáfaður maður hafi svo mikinn tíma aflögum og svo
mikil peningaráð, að hann sjái sér fært að stunda ein-
hverja af þessum greinum eða einhverja aðra alþjóðlega
vísindagrein, þó hann sé búsettur á Islandi. En líklegt
er að þeir verði fáir fyrst um sinn, sem slíkt geta leyft sér.
Þær námsgreinir, sem eru kendar við háskólann í
Reykjavík standa auðvitað betur að vígi. Lakast er út-
litið að þvi er snertir læknisfræðina, því til þess að stunda
hana vísindalega þarf svo margar dýrar sérstofnanir, ef
vel á að vera, sem okkur er ókleift að fá fyrst um sinn.
Þó má telja víst að einstöku lærðir læknar muni fram-
vegis eins og hingað til auðga alheimsvisindin með fróð-
leik um ýmsa sjúkdóma, sem eru einkennilegir fyrir Is-
land en fágætir annarstaðar í Norðurálfunni, t. d. sulla-
veiki. Vísindaleg rannsókn á sögu læknisfræðinnar á
Islandi og sögu heilbrigðisástandsins á Islandi ætti og að
geta þriflst. Ekki sízt er þörf á að rannsaka alt það í
þjóðtrúnni sem lýtur að lækningum, og þá má einkum
benda á galdrakverin gömlu, sem talsvert er til af enn;
þar er einmitt ekki svo litið af þess konar lækninga-
kreddum.
Horfurnar eru betri að því er lögfræði snertir. Lög-
gjöf hvers lands verður altaf þjóðleg vísindagrein. Hér
er afarmikið starf fyrir hendi fyrir kennara lögfræðis-
deildarinnar, og þeir hafa lika þegar farið mjög vel á
stað, bæði hvað það snertir að útvega landinu íslenzkar
kenslubækur í lögum, og eins í hinu að i'annsaka islenzk
lög og réttarfarssögu vísindalega. Frá fyrri öldum eru til
ýms merkileg íslenzk lögfræðisrit, sem enn eru óútgefin,