Skírnir - 01.12.1913, Blaðsíða 57
Nokkur orð um íslenzkan ljóðaklið.
345
Þetta eitt er næg sönnun fyrir því, að vísuorð geta
liaft gagnólíkan klið, þó að þau hafi jafnmarga og sam-
kynja liði.
Sé nú gætt betur að kliðnum í 2. og 4. vísuorði í fer-
skeyttum visum, þá verður fyrir manni annar mjög merki-
legur munur, sem bezt lýsir sér í rímnalögunum (»stemm-
unum«). Þessi vísuorð eru þríliða, þau eru líka iðulega
sungin (kveðin) í 3 dynjum. En mjög oft eru 2. og
4. vísuorð í ferskeyttum vísum kveðin í 4
dyn jum. Til dæmis um það má benda á lagið við vísuna:
»Enginn kemur, enginn sést« (B. Þ., bls. 830—31). Klið-
urinn verður þar á þessa leið:
Enq-inn kem-ur enq-inn sést —
I , I , I I ,
eng-inn dvel-ur hjá mér —
I „ I , I „ I ,
Hér á hvíldin að rétt.u lagi að taka ylir fullan helming áf
4. dyn í 2. vísuorði.
Þegar ferskeyttar vísur eru mæltar af munni fram,
heyrist þessi kliður í 2. og 4. vo. (4 dynir) sjaldan nú orðið.1)
Hinsvegar er það enn föst þjóðarvenja að
þylja margar þjóðvísur (barnagælur o. fl.)
á þann hátt, að þríliða vísuorð falla í 4dyni,
og verður nú óðar vikið að því.
IV Dróttkvæður háttur (F. J. bls. 45.-49).
I þeim hætti eru 3 liðir í hverri lotu. E. Jessen fann
1863 það undarlega lögmál, að næstsíðasta atkvæðið í
hverju vo. (lotuý er æfinlega langt og endar vo. vanalega
á tvíkvæðu orði; en aldrei hefir verið leyst úr því, hvern-
ig á þessu stendur.
*) Þegar Skíðaríma var ort, hefir 2. og 4. vísuorð ávalt verið þul-
ið eða kveðið i 4 dynjuin, því að næstsíðasta atkvæðið er ávalt langt
{shr. það, sem sagt verður um dróttkvætt).